Sigur og tap í sömu andrá 6. maí 2005 00:01 Sigur og tap í sömu andrá. Þannig lýsa fréttaskýrendur niðurstöðu þingkosninganna í Bretlandi í gær. Kosningarnar fóru svolítið öðruvísi en búist var við í ljósi kannana. Verkamannaflokkurinn stendur uppi sem sigurvegari, eins og kannanir bentu til, en fékk mikið minna fylgi en þær gáfu til kynna og tapar því fylgi. Tölurnar litu þannig út þegar talið hafði verið í 632 kjördæmum af 646: Íhaldsflokkurinn fékk 197 þingsæti, sem er 33 sætum meira en 2001. Verkamannaflokkurinn er með mikinn meirihluta, fær 355 þingsæti en tapar 47 sætum. Frjálslyndir demókratar fengu 62 sæti og bæta við sig 11. Aðrir fengu 13 sæti. Þetta er því bæði sigur og ósigur og það eiginlega fyrir alla stóru flokkana þrjá. Tony Blair vann í ljósi niðurstöðunnar varnarsigur en stendur engu að síður illa að vígi. Michael Howard náði ekki tilætluðum árangri og tilkynnti afsögn sína í dag og meira að segja Frjálslyndir, sem juku töluvert fylgi sitt, skipta að líkindum út Charles Kennedy áður en langt um líður. Það er því búist við að skipt verði um formenn í öllum stóru flokkunum fyrir næstu kosningar. Niðurstaða kosninganna kom engum á óvart. Það vissu allir að Blair myndi birtast í dyrum Downingstrætis 10 í morgun og fagna sigri. Þetta var hins vegar tvíbentur sigur og Blair var því auðmjúkur í orðavali: Hann sagði að það besta við kosningar væri að maður færi út og talaði við fólk vikum saman. „Og ég hef hlustað og ég hef lært,“ sagði forsætisráðherrann. Að því sögðu brunaði Blair í burtu frá Downingstræti áleiðis til drottningar til að fá umboð til að mynda nýja ríkisstjórn, þriðju ríkisstjórn Verkamannaflokksins í röð. Stóra spurningin er hins vegar hversu lengi mun Blair eiga heima í Downingstræti? Þingsætameirihluti Verkamannaflokksins er mun minni en gert hafði verið ráð fyrir og það flýtir fyrir pólitískum endalokum Blairs. Sumir segja að hann muni segja af sér jafnvel í árslok, aðrir að Gordon Brown fjármálaráðherra verði búinn að taka við í síðasta lagi eftir tvö ár. Adam Boulton, fréttamaður Sky-fréttastofunnar, segir líta út fyrir að þeir hafi gert samkomulag sín á milli um að Blair haldi áfram í einhvern tíma, að hluta til vegna þess að Brown vilji bæta stöðu sína gagnvart kjósendum og Verkamannaflokknum. Enginn veit í raun hvernig leiðtogi Brown mun verða en hann er að minnsta kosti mun vinsælli en Blair. Paul Kelly, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, segir þá reyndar mjög líka. Mikið hafi verið talað um að Brown sé miklu meira til vinstri og Blair til hægri en hann segir að munurinn sé alls ekki mikill. Einn af þeim sem sér ekki mikið á eftir Blair er Sir Geoffrey Howe, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Thatchers, mikill Evrópusinni og einhver mesti þungavigtarmaður innan Íhaldsflokksins síðustu áratugi. Hann segir að þegar Blair hafi fyrst verið kosinn árið 1997 hafi hann sagst hafa óttast það alla ævi að forystumenn Verkamannaflokksins meintu það sem þeir segðu. „En núna, með Blair við stjórnvölinn, óttaðist ég að hann meinti ekki það sem hann segði. Þessi ótti minn hefur ræst,“ segir Howe. Hann segir Blair hafa lofað að endurskapa samband Bretlands og Evrópu en ekki gert það. „Hann hefur valdið mér vonbrigðum. Ég hélt að hann væri verðugur arftaki alls þess sem ég gerði í ríkisstjórn Thatchers til að breyta stefnu Breta,“ segir Howe. En það eru líka sviptingar hjá Íhaldsflokki Howe. Michael Howard, leiðtogi flokksins, sagði óvænt af sér embætti strax í morgun. Staða hans var veik því flokkurinn náði ekki yfir 200 þingsæta markið. Íhaldsflokkurinn er því enn á ný komin í forystukreppu og leitar að fjórða leiðtoga sínum á jafn mörgum árum. Reyndar er Charles Kennedy heldur ekki talinn sterkur framtíðarleiðtogi hjá Frjálslyndum þó hann hafi ná ágætis árangri núna. Því er líklegt er að allir þrír flokkarnir mæti til leiks í næstu kosningum með nýja leiðtoga við stjórnvölinn. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Sigur og tap í sömu andrá. Þannig lýsa fréttaskýrendur niðurstöðu þingkosninganna í Bretlandi í gær. Kosningarnar fóru svolítið öðruvísi en búist var við í ljósi kannana. Verkamannaflokkurinn stendur uppi sem sigurvegari, eins og kannanir bentu til, en fékk mikið minna fylgi en þær gáfu til kynna og tapar því fylgi. Tölurnar litu þannig út þegar talið hafði verið í 632 kjördæmum af 646: Íhaldsflokkurinn fékk 197 þingsæti, sem er 33 sætum meira en 2001. Verkamannaflokkurinn er með mikinn meirihluta, fær 355 þingsæti en tapar 47 sætum. Frjálslyndir demókratar fengu 62 sæti og bæta við sig 11. Aðrir fengu 13 sæti. Þetta er því bæði sigur og ósigur og það eiginlega fyrir alla stóru flokkana þrjá. Tony Blair vann í ljósi niðurstöðunnar varnarsigur en stendur engu að síður illa að vígi. Michael Howard náði ekki tilætluðum árangri og tilkynnti afsögn sína í dag og meira að segja Frjálslyndir, sem juku töluvert fylgi sitt, skipta að líkindum út Charles Kennedy áður en langt um líður. Það er því búist við að skipt verði um formenn í öllum stóru flokkunum fyrir næstu kosningar. Niðurstaða kosninganna kom engum á óvart. Það vissu allir að Blair myndi birtast í dyrum Downingstrætis 10 í morgun og fagna sigri. Þetta var hins vegar tvíbentur sigur og Blair var því auðmjúkur í orðavali: Hann sagði að það besta við kosningar væri að maður færi út og talaði við fólk vikum saman. „Og ég hef hlustað og ég hef lært,“ sagði forsætisráðherrann. Að því sögðu brunaði Blair í burtu frá Downingstræti áleiðis til drottningar til að fá umboð til að mynda nýja ríkisstjórn, þriðju ríkisstjórn Verkamannaflokksins í röð. Stóra spurningin er hins vegar hversu lengi mun Blair eiga heima í Downingstræti? Þingsætameirihluti Verkamannaflokksins er mun minni en gert hafði verið ráð fyrir og það flýtir fyrir pólitískum endalokum Blairs. Sumir segja að hann muni segja af sér jafnvel í árslok, aðrir að Gordon Brown fjármálaráðherra verði búinn að taka við í síðasta lagi eftir tvö ár. Adam Boulton, fréttamaður Sky-fréttastofunnar, segir líta út fyrir að þeir hafi gert samkomulag sín á milli um að Blair haldi áfram í einhvern tíma, að hluta til vegna þess að Brown vilji bæta stöðu sína gagnvart kjósendum og Verkamannaflokknum. Enginn veit í raun hvernig leiðtogi Brown mun verða en hann er að minnsta kosti mun vinsælli en Blair. Paul Kelly, prófessor í stjórnmálafræði við London School of Economics, segir þá reyndar mjög líka. Mikið hafi verið talað um að Brown sé miklu meira til vinstri og Blair til hægri en hann segir að munurinn sé alls ekki mikill. Einn af þeim sem sér ekki mikið á eftir Blair er Sir Geoffrey Howe, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Thatchers, mikill Evrópusinni og einhver mesti þungavigtarmaður innan Íhaldsflokksins síðustu áratugi. Hann segir að þegar Blair hafi fyrst verið kosinn árið 1997 hafi hann sagst hafa óttast það alla ævi að forystumenn Verkamannaflokksins meintu það sem þeir segðu. „En núna, með Blair við stjórnvölinn, óttaðist ég að hann meinti ekki það sem hann segði. Þessi ótti minn hefur ræst,“ segir Howe. Hann segir Blair hafa lofað að endurskapa samband Bretlands og Evrópu en ekki gert það. „Hann hefur valdið mér vonbrigðum. Ég hélt að hann væri verðugur arftaki alls þess sem ég gerði í ríkisstjórn Thatchers til að breyta stefnu Breta,“ segir Howe. En það eru líka sviptingar hjá Íhaldsflokki Howe. Michael Howard, leiðtogi flokksins, sagði óvænt af sér embætti strax í morgun. Staða hans var veik því flokkurinn náði ekki yfir 200 þingsæta markið. Íhaldsflokkurinn er því enn á ný komin í forystukreppu og leitar að fjórða leiðtoga sínum á jafn mörgum árum. Reyndar er Charles Kennedy heldur ekki talinn sterkur framtíðarleiðtogi hjá Frjálslyndum þó hann hafi ná ágætis árangri núna. Því er líklegt er að allir þrír flokkarnir mæti til leiks í næstu kosningum með nýja leiðtoga við stjórnvölinn.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira