Erlent

Af hverju er staða Blairs veik?

Af hverju stendur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ekki ýkja vel að vígi þrátt fyrir sextíu og sex sæta meirihluta á þingi? Sumir þingmenn Verkamannaflokksins, rúmlega þrjátíu að mati sumra og aðrir segja allt að sextíu, eru ekki hliðhollir Blair og ósammála stefnu hans. Þeir eiga því ekki endilega eftir að styðja þau mál sem hann vill koma í gegnum þingið og það gæti flýtt brotthvarfi hans. Vinsældir Verkamannaflokksins má rekja að hluta til vinsælda Gordons Brown fjármálaráðherra og þær byggja aftur á góðum efnahag. Nú er hins vegar svo komið að það hægist á efnahagnum, neytendur eyða ekki jafn miklu og áður og gjaldþrotum hefur fjölgað um yfir tuttug prósent fyrstu þrjá mánuði ársins. Það bíða því ærin verkefni, sama hvort það verður Blair eða Brown sem þarf að kljást við þau.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×