Full alvara með eigin vegaáætlun 7. maí 2005 00:01 Gunnar I. Birgisson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins er afar ósáttur við afgreiðslu meirihluta samgöngunefndar Alþingis á vegaáætlun, en hún var afgreidd úr nefndinni með litlum breytingum. Gunnar lagði fram eigin vegaáætlun í gær og verður hún tekin fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég er fullkomlega ósáttur við afgreiðslu samgöngunefndar og þess vegna legg ég fram mína eigin áætlun sem ég tel vera sáttargjörð í málinu. Ég vil auka vegafé höfðuborgarsvæðisins. Ég vil slá af Héðinsfjarðargöngin en mæli með göngum milli Fljóta og Siglufjarðar í staðinn. Ég legg til göng í gegn um Vaðlaheiði, sem að hluta til yrðu einkaframkvæmd og fjármögnuð með veggjaldi. Þetta vil ég gera til að tengja Eyjafjarðarsvæðið við Húsavík og Mývatnssveit." Gunnar leggur jafnframt til umfangsmiklar framkvæmdir á höfðuðborgarsvæðinu. "Ég legg til breikkun Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar í gegn um Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð ásamt mislægum gatnamótum. Þarna er tillaga um Sundabraut ásamt tillögum um aðrar smærri framkvæmdir. Ég er vitanlega að vinna fyrir íbúa þessa svæðis þar sem tveir þriðju landsmanna búa. Þeir fá aðeins um 20 prósent af fé til nýframkvæmda. Með mínum tilllögum mun þetta hlutfall hækka í um 30 prósent." Gunnar telur að með tillögum sínum megi rétta nokkuð hlut höfuðborgarsvæðisins án þess að ganga nærri öðrum framkvæmdum og hlut landsbyggðarinnar. Hann telur víst að um tillögurnar ríki þverpólítísk samstaða meðal bæjarstjórnamanna á höfuðborgarsvæðinu. "Það eru um 200 þúsund bílar á landinu öllu og þar af eru um 150 þúsund á suðvesturhorninu. Hér sitja menn fastir í umferð og hér verða slysin og slys kosta bæði mannslíf og fjármuni. Umferðartafirnar kosta tíma og peninga. Hér er sem sagt uppspretta tekna til vegaframkvæmda en ég er ekki að segja að þær eigi að renna að mestu inn á þetta svæði. En það verður að bæta ástandið." Gunnar kveðst vona að tillögur sínar um breytingar á vegaáætlun verði samþykktar. Í þeim liggi mikil vinna og þær séu lagðar fram í fullri alvöru. Halldór Blöndal forseti Alþingis segir að tillögur Gunnars verði lagðar fram með vegaáætlun eftir helgi og meirihluti Alþingis ráði afgreiðslu þeirra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Gunnar I. Birgisson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins er afar ósáttur við afgreiðslu meirihluta samgöngunefndar Alþingis á vegaáætlun, en hún var afgreidd úr nefndinni með litlum breytingum. Gunnar lagði fram eigin vegaáætlun í gær og verður hún tekin fyrir á Alþingi eftir helgi. "Ég er fullkomlega ósáttur við afgreiðslu samgöngunefndar og þess vegna legg ég fram mína eigin áætlun sem ég tel vera sáttargjörð í málinu. Ég vil auka vegafé höfðuborgarsvæðisins. Ég vil slá af Héðinsfjarðargöngin en mæli með göngum milli Fljóta og Siglufjarðar í staðinn. Ég legg til göng í gegn um Vaðlaheiði, sem að hluta til yrðu einkaframkvæmd og fjármögnuð með veggjaldi. Þetta vil ég gera til að tengja Eyjafjarðarsvæðið við Húsavík og Mývatnssveit." Gunnar leggur jafnframt til umfangsmiklar framkvæmdir á höfðuðborgarsvæðinu. "Ég legg til breikkun Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar í gegn um Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð ásamt mislægum gatnamótum. Þarna er tillaga um Sundabraut ásamt tillögum um aðrar smærri framkvæmdir. Ég er vitanlega að vinna fyrir íbúa þessa svæðis þar sem tveir þriðju landsmanna búa. Þeir fá aðeins um 20 prósent af fé til nýframkvæmda. Með mínum tilllögum mun þetta hlutfall hækka í um 30 prósent." Gunnar telur að með tillögum sínum megi rétta nokkuð hlut höfuðborgarsvæðisins án þess að ganga nærri öðrum framkvæmdum og hlut landsbyggðarinnar. Hann telur víst að um tillögurnar ríki þverpólítísk samstaða meðal bæjarstjórnamanna á höfuðborgarsvæðinu. "Það eru um 200 þúsund bílar á landinu öllu og þar af eru um 150 þúsund á suðvesturhorninu. Hér sitja menn fastir í umferð og hér verða slysin og slys kosta bæði mannslíf og fjármuni. Umferðartafirnar kosta tíma og peninga. Hér er sem sagt uppspretta tekna til vegaframkvæmda en ég er ekki að segja að þær eigi að renna að mestu inn á þetta svæði. En það verður að bæta ástandið." Gunnar kveðst vona að tillögur sínar um breytingar á vegaáætlun verði samþykktar. Í þeim liggi mikil vinna og þær séu lagðar fram í fullri alvöru. Halldór Blöndal forseti Alþingis segir að tillögur Gunnars verði lagðar fram með vegaáætlun eftir helgi og meirihluti Alþingis ráði afgreiðslu þeirra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira