Innlent

Neitar að taka við embættinu

Enn hefur ekki tekist að mynda endanlega ríkisstjórn Íraks. Í dag bárust fréttir af því að súnní-músliminn Hashim al-Shible, sem taka átti við embætti mannréttindamálaráðherra, hefði neitað að taka við stjórn ráðuneytisins. Ástæðuna segir hann vera þá að hann hafi ekki verið hafður með í ráðum þegar skipað var í ráðherraembættin og eina ástæða þess að hann hafi verið settur yfir mannréttindamálin sé sú að hann sé súnní-múslimi. Meðlimir ríkisstjórnarinnar áttu að sverja embættiseið í dag en en óvíst er hvort af því verði vegna þessa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×