Tilbúnir í nýjan fjölmiðlaslag 8. maí 2005 00:01 Sigurður Kári Kristjánsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntamálanefnd Alþingis segir að unnið sé að umtalsverðum endurbótum á frumvarpinu um Ríkisútvarpið og breytingatillögur meirihlutans verði kynntar á fundi menntamálanefndar í dag. Veigamiklar athugasemdir hafa verið gerðar við þá kafla frumvarpsins sem snúa að réttindum starfsmanna ef rekstrarformi Ríkisútvarpsins verður breytt. Fulltrúar Samfylkingar í efnahags- og viðskiptanefnd hafa gert athugasemdir við fjármögnun Ríkisútvarpsins með nefskatti. Í nýju áliti þeirra segir að lítill tími hafi gefist til að fara yfir málið í nefndinni. Nefskattur geti verið mjög óréttlátur og hann komið misþungt niður á einstaklingum eftir aldri og fjölda á heimili. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst ætlunin að fjalla um þetta atriði í nefndinni í dag. "Við ætlum að leggja fram fjórar til fimm breytingatilllögur í menntamálanefnd í dag," segir Björgvin G. Sigurðsson þingmaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni. "Frumvarpið er illa unnið og kemur seint fram. Ég vek líka athygli á fyrirvara minnihluta fjölmiðlanefndarinnar sem gerði alvarlegar athugasemdir við að leggja fram sérstakt frumvarp um RÚV í stað þess að skoða fjölmiðlamarkaðinn í heild." Björgvin segist með glöðu geði sitja næstu vikurnar á þingi til þess að fá þessi mál og önnur rædd á vitrænan hátt. "Við verðum að fá að sjá breytingatilllögur meirihluta menntamálanefndar áður en við getum tekið afstöðu til þeirra og venjan er að gefa að minnsta kosti tvo daga til þess að bregðast við þeim," segir Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í menntamálanefnd. Hún vill ekki ræða málefni RÚV með þeim hraða sem nú sé ætlunin að gera. Fulltrúar minnihluta menntamálanefndar segja að ekkert hafi enn verið samið um þinglok. Verið sé að ræða frumvarp um samkeppnislög og það geti hæglega tekið marga daga enn. Sama eigi við um frumvarpið um Ríkisútvarpið og vatnalög sem komi til annarrar umræðu á þingi nú í vikunni. Ætlunin er að ljúka þinghaldi um eða upp úr miðri vikunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntamálanefnd Alþingis segir að unnið sé að umtalsverðum endurbótum á frumvarpinu um Ríkisútvarpið og breytingatillögur meirihlutans verði kynntar á fundi menntamálanefndar í dag. Veigamiklar athugasemdir hafa verið gerðar við þá kafla frumvarpsins sem snúa að réttindum starfsmanna ef rekstrarformi Ríkisútvarpsins verður breytt. Fulltrúar Samfylkingar í efnahags- og viðskiptanefnd hafa gert athugasemdir við fjármögnun Ríkisútvarpsins með nefskatti. Í nýju áliti þeirra segir að lítill tími hafi gefist til að fara yfir málið í nefndinni. Nefskattur geti verið mjög óréttlátur og hann komið misþungt niður á einstaklingum eftir aldri og fjölda á heimili. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst ætlunin að fjalla um þetta atriði í nefndinni í dag. "Við ætlum að leggja fram fjórar til fimm breytingatilllögur í menntamálanefnd í dag," segir Björgvin G. Sigurðsson þingmaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni. "Frumvarpið er illa unnið og kemur seint fram. Ég vek líka athygli á fyrirvara minnihluta fjölmiðlanefndarinnar sem gerði alvarlegar athugasemdir við að leggja fram sérstakt frumvarp um RÚV í stað þess að skoða fjölmiðlamarkaðinn í heild." Björgvin segist með glöðu geði sitja næstu vikurnar á þingi til þess að fá þessi mál og önnur rædd á vitrænan hátt. "Við verðum að fá að sjá breytingatilllögur meirihluta menntamálanefndar áður en við getum tekið afstöðu til þeirra og venjan er að gefa að minnsta kosti tvo daga til þess að bregðast við þeim," segir Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í menntamálanefnd. Hún vill ekki ræða málefni RÚV með þeim hraða sem nú sé ætlunin að gera. Fulltrúar minnihluta menntamálanefndar segja að ekkert hafi enn verið samið um þinglok. Verið sé að ræða frumvarp um samkeppnislög og það geti hæglega tekið marga daga enn. Sama eigi við um frumvarpið um Ríkisútvarpið og vatnalög sem komi til annarrar umræðu á þingi nú í vikunni. Ætlunin er að ljúka þinghaldi um eða upp úr miðri vikunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira