Markmið náist ekki vegna olíuverðs 9. maí 2005 00:01 Háu dísilolíuverði verður mótmælt formlega í dag með hópakstri frá Holtagörðum að Alþingi. Þeir sem að mótmælunum standa segja markmið nýrra laga um dísilolíu ekki nást með þeim leiðum sem ríkisstjórnin vill fara. Það eru nokkur félög sem standa að mótmælunum: Ferðaklúbburinn 4X4, Frami, stéttarfélag leigubílstjóra, Landssamband sendibílstjóra, Bifreiðastjórafélagið Átak og Félag hópferðaleyfishafa. Safnast verður saman klukkan 16 við Ikea í Holtagörðum og ekið þaðan að Alþingishúsinu þar sem stjórnvöldum verða afhent mótmæli hópsins. Halldór Sveinsson í Ferðaklúbbnum 4X4 segir að miðað við þau áform sem liggi fyrir núna telji félögin að markmiðin með lögunum falli um sjálf sig með verðlagningu á dísilolíu. Að sögn Halldórs eru um 8 prósent bíla á landinu dísilbílar en í nágrannalöndunum er hlutfallið 40 til 50 prósent. Hann segir það endurspeglast í verðlagningunni í þessum löndum. Þegar lögin hafi verið samþykkt hér í fyrra hafi dísilolía verið um 20 krónum ódýrari en bensín annars staðar á Norðurlöndum en hér á landi verði olían töluvert dýrari en bensínið. Félögin telji því það ekki vera hvetjandi fyrir fólk til að skipta yfir á dísilbíla, en dísilvél sé umhverfisvænni en bensínvél. Þeir sem að mótmælunum standa telja að gera eigi Íslendingum jafn auðvelt eða auðveldara en öðrum þjóðum að taka dísilbíla í almenna notkun. Þá segir hópurinn að harkalega sé vegið að atvinnubílstjórum þar sem rekstrarkostnaður þeirra sem nota dísilbíla stóraukist og muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilu starfsstéttirnar. Skorað er á stjórnvöld að afstýra þeim mistökum sem í verðlagningunni felist. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
Háu dísilolíuverði verður mótmælt formlega í dag með hópakstri frá Holtagörðum að Alþingi. Þeir sem að mótmælunum standa segja markmið nýrra laga um dísilolíu ekki nást með þeim leiðum sem ríkisstjórnin vill fara. Það eru nokkur félög sem standa að mótmælunum: Ferðaklúbburinn 4X4, Frami, stéttarfélag leigubílstjóra, Landssamband sendibílstjóra, Bifreiðastjórafélagið Átak og Félag hópferðaleyfishafa. Safnast verður saman klukkan 16 við Ikea í Holtagörðum og ekið þaðan að Alþingishúsinu þar sem stjórnvöldum verða afhent mótmæli hópsins. Halldór Sveinsson í Ferðaklúbbnum 4X4 segir að miðað við þau áform sem liggi fyrir núna telji félögin að markmiðin með lögunum falli um sjálf sig með verðlagningu á dísilolíu. Að sögn Halldórs eru um 8 prósent bíla á landinu dísilbílar en í nágrannalöndunum er hlutfallið 40 til 50 prósent. Hann segir það endurspeglast í verðlagningunni í þessum löndum. Þegar lögin hafi verið samþykkt hér í fyrra hafi dísilolía verið um 20 krónum ódýrari en bensín annars staðar á Norðurlöndum en hér á landi verði olían töluvert dýrari en bensínið. Félögin telji því það ekki vera hvetjandi fyrir fólk til að skipta yfir á dísilbíla, en dísilvél sé umhverfisvænni en bensínvél. Þeir sem að mótmælunum standa telja að gera eigi Íslendingum jafn auðvelt eða auðveldara en öðrum þjóðum að taka dísilbíla í almenna notkun. Þá segir hópurinn að harkalega sé vegið að atvinnubílstjórum þar sem rekstrarkostnaður þeirra sem nota dísilbíla stóraukist og muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilu starfsstéttirnar. Skorað er á stjórnvöld að afstýra þeim mistökum sem í verðlagningunni felist.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira