Yfirburðir Ingibjargar 9. maí 2005 00:01 Skoðanakönnun Fréttablaðsins um formannskjörið í Samfylkingunni sem birt var í blaðinu í gær sýnir svo ekki verður um villst að tilraunir stuðningsmanna Össurar Skarphéðinssonar til að hleypa lífi í kosningabaráttuna hafa að mestu mistekist. Sömu sögu verður að segja um tilraunir formannsins sjálfs en þær hafa margar verið til þess að skaða ímynd flokksins og kasta rýrð á hans annars mikla ágæti. Er þar skemmst að minnast orða Össurar um starf framtíðarnefndar flokksins, að ekki sé talað um undarlegt orðaval hans um umræðustjórnmál keppinautar síns og aðra pólitíska kæki hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ólíkt Össuri sparað stóru orðin um mótframbjóðanda sinn. Það er hennar styrkur. Þess verður og minnst þegar hún stendur uppi sem sigurvegari í formannskosningunni á samkundu flokksins síðar í mánuðinum. Það er þeim mun þægilegra að taka við forystu flokks eftir því sem óbragðið er minna í munninum. Það er annars helst að frétta af kosningabaráttu Ingibjargar Sólrúnar og Össurar að hún hefur verið löng og leiðinleg. Óskiljanlega löng, skiljanlega leiðinleg. Allar tilraunir stuðningsmanna þeirra til að kreista út úr flokknum einhvern málefnaágreining hefur að mestu leyti verið spaugileg - og minnir á að Samfylkingin á á köflum nokkuð erfitt með að láta taka sig alvarlega. Öllu pínlegri hafa verið tilraunir stuðningsmannanna til að draga úr ágæti keppinautarins en þær hafa sem fyrr segir einkum komið úr herbúðum sitjandi formanns og verið honum og fylgjendum hans til lítils sóma. Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einhverju sinni að frami stjórnmálamanns ætti fyrst og síðast að snúast um eitt atriði - og það er ekki lítið atriði; traust. Þetta er hárrétt hjá formanni flokks sem lengst af síðustu öld var lang stærstur íslenskra stjórnmálaflokka. Þeir Samfylkingarmenn sem þessa dagana gera upp hug sinn hvor frambjóðendanna er betri eiga að staldra við þetta hugtak. Formannskosningin í Samfylkingunni á auðvitað fyrst og síðast að snúast um traust; hvorum frambjóðandanna flokksmenn treysta betur til að leiða flokkinn til stórra sigra - og leiða hugsanlega ríkisstjórn á næstu árum með þeirri miklu ábyrgð og dómgreind sem því fylgir. Hér verður tveimur orðum bætt við traustið hans Davíðs. Reynsla er lykilatriði í lífi flokksformanns. Kjörþokki skaðar heldur ekki. Að öllu samanlögðu verður ekki annað séð en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir falli betur að þessari mynd sem dregin hefur verið upp hér á undan. Davíð Oddsson var borgarstjóri þegar hann bauð sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum 1991, tæpu ári eftir einhvern glæsilegasta kosningasigur sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann sigraði sitjandi formann, Þorstein Pálsson með tæplega hundrað atkvæða mun. Meginástæðan var sú að of stór hópur sjálfstæðismanna taldi að Þorsteinn næði ekki nægilega vel til kjósenda. Sagan er líklega að endurtaka sig - í öðrum flokki. Sigmundur Ernir Rúnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðanakönnun Fréttablaðsins um formannskjörið í Samfylkingunni sem birt var í blaðinu í gær sýnir svo ekki verður um villst að tilraunir stuðningsmanna Össurar Skarphéðinssonar til að hleypa lífi í kosningabaráttuna hafa að mestu mistekist. Sömu sögu verður að segja um tilraunir formannsins sjálfs en þær hafa margar verið til þess að skaða ímynd flokksins og kasta rýrð á hans annars mikla ágæti. Er þar skemmst að minnast orða Össurar um starf framtíðarnefndar flokksins, að ekki sé talað um undarlegt orðaval hans um umræðustjórnmál keppinautar síns og aðra pólitíska kæki hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ólíkt Össuri sparað stóru orðin um mótframbjóðanda sinn. Það er hennar styrkur. Þess verður og minnst þegar hún stendur uppi sem sigurvegari í formannskosningunni á samkundu flokksins síðar í mánuðinum. Það er þeim mun þægilegra að taka við forystu flokks eftir því sem óbragðið er minna í munninum. Það er annars helst að frétta af kosningabaráttu Ingibjargar Sólrúnar og Össurar að hún hefur verið löng og leiðinleg. Óskiljanlega löng, skiljanlega leiðinleg. Allar tilraunir stuðningsmanna þeirra til að kreista út úr flokknum einhvern málefnaágreining hefur að mestu leyti verið spaugileg - og minnir á að Samfylkingin á á köflum nokkuð erfitt með að láta taka sig alvarlega. Öllu pínlegri hafa verið tilraunir stuðningsmannanna til að draga úr ágæti keppinautarins en þær hafa sem fyrr segir einkum komið úr herbúðum sitjandi formanns og verið honum og fylgjendum hans til lítils sóma. Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einhverju sinni að frami stjórnmálamanns ætti fyrst og síðast að snúast um eitt atriði - og það er ekki lítið atriði; traust. Þetta er hárrétt hjá formanni flokks sem lengst af síðustu öld var lang stærstur íslenskra stjórnmálaflokka. Þeir Samfylkingarmenn sem þessa dagana gera upp hug sinn hvor frambjóðendanna er betri eiga að staldra við þetta hugtak. Formannskosningin í Samfylkingunni á auðvitað fyrst og síðast að snúast um traust; hvorum frambjóðandanna flokksmenn treysta betur til að leiða flokkinn til stórra sigra - og leiða hugsanlega ríkisstjórn á næstu árum með þeirri miklu ábyrgð og dómgreind sem því fylgir. Hér verður tveimur orðum bætt við traustið hans Davíðs. Reynsla er lykilatriði í lífi flokksformanns. Kjörþokki skaðar heldur ekki. Að öllu samanlögðu verður ekki annað séð en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir falli betur að þessari mynd sem dregin hefur verið upp hér á undan. Davíð Oddsson var borgarstjóri þegar hann bauð sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum 1991, tæpu ári eftir einhvern glæsilegasta kosningasigur sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann sigraði sitjandi formann, Þorstein Pálsson með tæplega hundrað atkvæða mun. Meginástæðan var sú að of stór hópur sjálfstæðismanna taldi að Þorsteinn næði ekki nægilega vel til kjósenda. Sagan er líklega að endurtaka sig - í öðrum flokki. Sigmundur Ernir Rúnarsson
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun