

Í auknum mæli skreyta fyrirtæki sig umhverfismerkjum. Það er bæði þarft og snjallt. Eins eru félög í meiri mæli farin að huga að hollustuþáttum í ímynd sinni, svo og vottun um réttindi vinnuafls, uppruna hráefnis og sanngjörn viðskipti. Allt er þetta vel.
Kynjajafnrétti hefur tekið drjúgan tíma umræðunnar á Íslandi á undanförnum árum – og er það vel. Árangurinn hefur skilað sér í samstöðu; landsmenn vilja tryggja stúlkum og drengjum sömu tækifæri til mennta, starfa og launa - og almennt gera báðum kynjum jafn hátt undir höfði í leit þeirra að lífsgæðum. Um þetta er ekki lengur deilt.
Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um gegnsæi
Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um siðferði og viðskipti
Búnaðarbankinn og Landsbankinn virðast hafa verið seldir í pólitískum spreng.
Samkeppnin á götublaðamarkaðnum á Íslandi er komin út í öfgar.
Umferðarþunginn í þéttbýli og dreifbýli hefur margfaldast á tiltölulega fáum árum.
Gríman, íslensku leiklistarverðlaunin verða afhent í kvöld.
Það er tímabært að borgarstjórnarflokkarnir allir tali saman um skipulagsmál - og komist að niðurstöðu.
Skipulagsmál verða að öllum líkindum helsta kosningamál borgarstjórnarkosninganna á næsta ári. Það er innan við ár til stefnu, svo sem eins og fimmtíu vikur í pólitík. Og þær líða hratt.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ólíkt Össuri sparað stóru orðin um mótframbjóðanda sinn. Það er hennar styrkur. Þess verður og minnst þegar hún stendur uppi sem sigurvegari í formannskosningunni á samkundu flokksins síðar í mánuðinum. Það er þeim mun þægilegra að taka við forystu flokks eftir því sem óbragðið er minna í munninum.
Það er eins og sama víman fylli þjóðina einhverju óbilandi sjálfstrausti. Og af því boðleiðirnar eru svo óhugnanlega stuttar - og þjóðin svo fámenn að hún rúmast öll í einu og sama samkvæminu - er um að gera að allir geri eins. Það er þetta sem gerir þjóðina einsleita.
Tíðarandinn - Sigmundur Ernir Rúnarsson Ég veit ekki hvort við yrkjum nokkurn tíma ljóð og sögur um Filippseyinginn, Tyrkjann og Lettann sem komust til Íslands á árþúsundaskiptunum og byrjuðu að vinna hér, byggja og fjölga sér - fíla frelsið.