Innlent

Takmörk hjá Símanum og Vodafone

Auglýsingar Og Vodafone og Símans um ótakmarkað niðurhal á internetinu með sérstökum áskriftarleiðum eru orðin tóm og bæði fyrirtæki setja takmörk á það gagnamagn sem hægt er að fá með þeim hætti í mánuði hverjum. Hjá Símanum er auglýst áskriftarleið 3 þar sem skýrt er kveðið á um ótakmarkað niðurhal áskrifenda. Í smáa letri samningsins má þó einnig lesa að fyrirtækið áskilur sér rétt til að takmarka þjónustuna sé áskrifandinn uppvís að óhóflegu erlendu niðurhali. Bregðist viðkomandi ekki við mun Síminn takmarka þjónustuna tímabundið. Sama er uppi á teningnum hjá Og Vodafone en á heimasíðu fyrirtækisins er hvergi minnst á takmarkanir af neinu tagi. Viðskiptavinir fyrirtækisins hafa engu að síður fengið send aðvörunarbréf þar sem niðurhal þeirra er komið fram yfir þau mörk sem fyrirtækið setur sjálft á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×