Er eftirliti ábótavant? Trausti Hafliðason skrifar 10. maí 2005 00:01 Fréttablaðið greindi frá því í gær að Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefði lokað fasteignasölunni Remax í Kópavogi vegna þess að enginn löggiltur fasteignasali hefði starfað þar. Lokunin varði reyndar aðeins í tæpan sólarhring því einn starfsmannanna beið löggildingar og fékk hana daginn eftir að sölunni var lokað. Það er því ljóst að Remax í Kópavogi var ekki lokað vegna vafasamra viðskiptahátta eða brota á lögum. Engu að síður vekur þetta mál upp ákveðnar spurningar. Áleitnar spurningar um öryggi fasteignaviðskipta. Reyndar verður að líta það alvarlegum augum ef heil fasteignasala er rekin án þess að starfsmaður með tilskilda menntun starfi þar. Skiptir þá engu máli í hversu stuttan tíma. Fasteignasalar eru í langflestum tilvikum að sýsla með aleigu fólks og því liggur í augum uppi að afar brýnt er að eftirlit með þeim sé skilvirkt. Dæmin sanna að ef sofið er á verðinum getur farið illa. Það þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en fjórtán mánuði. Þá var Bjarni Sigurðsson, þáverandi eigandi Fasteignasölunnar Holts í Kópavogi, dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals, fjárdrátt og skattalagabrot. Hann sveik út samtals um 160 milljónir - meðal annars frá viðskiptavinum. Svik Bjarna, sem játaði skýlaust öll sín brot fyrir dómi, stóðu yfir í rúmt ár. Holtsmálið var reyndar allt með miklum ólíkindum því margir eftirlitsaðilar, svo ég noti það slæma orð, sváfu á verðinum. Þann 30. janúar árið 2002 kærði byggingaverktaki Bjarna. Nokkru eftir að málið komst upp ritaði ríkissaksóknari sýslumanninum í Kópavogi bréf þar sem óskað var skýringa á meðferð lögreglunnar í Kópavogi á kærunni. Í bréfi sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins sagði að rannsókn málsins hefði tafist vegna þess mikla fjölda mála sem væri til rannsóknar hjá embættinu. Einnig hefði verið litið til þess að fasteignasalinn hefði gert upp skuld sína við kærandann. Þetta var rangt mat hjá sýslumanninum, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Sýslumaðurinn átti strax að senda málið til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Eftir þessi mistök sýslumannsins sendi hann ríkissaksóknara bréf þar sem fram kom að verið væri að vinna að nýjum verklagsreglum um meðferð opinberra mála hjá lögregluembættinu í Kópavogi. Vonandi eru þessar verklagsreglur nú komnar í lag. Það var ekki nóg með að ríkissaksóknari hefði gagnrýnt framgang málsins á sínum tíma. Íbúðalánasjóður gerði það einnig. Hvorki lögreglan né dómsmálaráðuneytið lét Íbúðalánasjóð vita af kærunni fyrr en eigandi Holts í Kópavogi hafði játað. Það var í október árið 2002, átta mánuðum eftir að kæran var lögð fram. Í millitíðinni hafði Bjarni falsað og breytt framsölum á fasteignaveðbréfum. Einnig hafði hann breytt upplýsingum um ráðstöfun andvirðis viðbótarlána á yfirlýsingunum sem hann hafði fengið í hendur frá viðskiptavinum fasteignasölunnar. Eftir Holtsmálið hafa yfirvöld hysjað upp um sig brækurnar. Í október síðastliðnum tóku gildi ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra í ofangreinda eftirlitsnefnd. Samkvæmt lögunum hefur nefndin gríðarlega víðtækum skyldum að gegna, sem og víðtækar heimildir. Það ber að hrósa nefndinni fyrir að vera þegar farin að láta til sín taka, eins og dæmið um Remax í Kópavogi sannar. Hins vegar er nauðsynlegt að allar fasteignasölur sitji við sama borð hjá eftirlitsnefndinni. Það er til hagsmuna fyrir neytendur, því þegar öllu er á botninn hvolft starfar nefndin í umboði þeirra. Þótt hún sé tekin til starfa þýðir það ekki að fólk setji allt sitt traust á hana. Því ráðlegg ég öllum sem eru að fara að kaupa eða selja eign að kanna hvort fasteignasalan sem skipta á við hafi löggiltan fasteignasala innan sinna veggja. trausti@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gær að Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefði lokað fasteignasölunni Remax í Kópavogi vegna þess að enginn löggiltur fasteignasali hefði starfað þar. Lokunin varði reyndar aðeins í tæpan sólarhring því einn starfsmannanna beið löggildingar og fékk hana daginn eftir að sölunni var lokað. Það er því ljóst að Remax í Kópavogi var ekki lokað vegna vafasamra viðskiptahátta eða brota á lögum. Engu að síður vekur þetta mál upp ákveðnar spurningar. Áleitnar spurningar um öryggi fasteignaviðskipta. Reyndar verður að líta það alvarlegum augum ef heil fasteignasala er rekin án þess að starfsmaður með tilskilda menntun starfi þar. Skiptir þá engu máli í hversu stuttan tíma. Fasteignasalar eru í langflestum tilvikum að sýsla með aleigu fólks og því liggur í augum uppi að afar brýnt er að eftirlit með þeim sé skilvirkt. Dæmin sanna að ef sofið er á verðinum getur farið illa. Það þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en fjórtán mánuði. Þá var Bjarni Sigurðsson, þáverandi eigandi Fasteignasölunnar Holts í Kópavogi, dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals, fjárdrátt og skattalagabrot. Hann sveik út samtals um 160 milljónir - meðal annars frá viðskiptavinum. Svik Bjarna, sem játaði skýlaust öll sín brot fyrir dómi, stóðu yfir í rúmt ár. Holtsmálið var reyndar allt með miklum ólíkindum því margir eftirlitsaðilar, svo ég noti það slæma orð, sváfu á verðinum. Þann 30. janúar árið 2002 kærði byggingaverktaki Bjarna. Nokkru eftir að málið komst upp ritaði ríkissaksóknari sýslumanninum í Kópavogi bréf þar sem óskað var skýringa á meðferð lögreglunnar í Kópavogi á kærunni. Í bréfi sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins sagði að rannsókn málsins hefði tafist vegna þess mikla fjölda mála sem væri til rannsóknar hjá embættinu. Einnig hefði verið litið til þess að fasteignasalinn hefði gert upp skuld sína við kærandann. Þetta var rangt mat hjá sýslumanninum, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Sýslumaðurinn átti strax að senda málið til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Eftir þessi mistök sýslumannsins sendi hann ríkissaksóknara bréf þar sem fram kom að verið væri að vinna að nýjum verklagsreglum um meðferð opinberra mála hjá lögregluembættinu í Kópavogi. Vonandi eru þessar verklagsreglur nú komnar í lag. Það var ekki nóg með að ríkissaksóknari hefði gagnrýnt framgang málsins á sínum tíma. Íbúðalánasjóður gerði það einnig. Hvorki lögreglan né dómsmálaráðuneytið lét Íbúðalánasjóð vita af kærunni fyrr en eigandi Holts í Kópavogi hafði játað. Það var í október árið 2002, átta mánuðum eftir að kæran var lögð fram. Í millitíðinni hafði Bjarni falsað og breytt framsölum á fasteignaveðbréfum. Einnig hafði hann breytt upplýsingum um ráðstöfun andvirðis viðbótarlána á yfirlýsingunum sem hann hafði fengið í hendur frá viðskiptavinum fasteignasölunnar. Eftir Holtsmálið hafa yfirvöld hysjað upp um sig brækurnar. Í október síðastliðnum tóku gildi ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra í ofangreinda eftirlitsnefnd. Samkvæmt lögunum hefur nefndin gríðarlega víðtækum skyldum að gegna, sem og víðtækar heimildir. Það ber að hrósa nefndinni fyrir að vera þegar farin að láta til sín taka, eins og dæmið um Remax í Kópavogi sannar. Hins vegar er nauðsynlegt að allar fasteignasölur sitji við sama borð hjá eftirlitsnefndinni. Það er til hagsmuna fyrir neytendur, því þegar öllu er á botninn hvolft starfar nefndin í umboði þeirra. Þótt hún sé tekin til starfa þýðir það ekki að fólk setji allt sitt traust á hana. Því ráðlegg ég öllum sem eru að fara að kaupa eða selja eign að kanna hvort fasteignasalan sem skipta á við hafi löggiltan fasteignasala innan sinna veggja. trausti@frettabladid.is
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun