Úrsögn vegna ósættis 11. maí 2005 00:01 Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi. "Ég stend hér upp til greina frá því að ég hef sagt mig úr þingflokki Frjálslynda flokksins. Þessi ákvörðun á sér aðdraganda og er tekin að vel yfirlögðu ráði. Til grundvallar liggja málefnalegar ástæður. Einnig er því ekki að leyna að samskiptaörðugleikar gera það að verkum að ég á ekki lengur samleið með þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta hef ég tilkynnt formanni flokksins" Gunnar sagði að á landsfundi Frjálslynda flokksins, sem haldinn var fyrr á árinu, hefði hann freistað þess að hafa áhrif á stefnumótun flokksins til framtíðar. " Áherslur flokksins og baráttumál mín eru í mörgum tilvikum ósamrýmanleg. Í öllum stjórnmálaflokkum og í samskiptum fólks er nauðsynlegt að til staðar sé gagnkvæmt traust, drengskapur og umburðarlyndi. Á það hefur skort innan þingflokksins. Þegar það fer saman við málefnalegan ágreining eru ekki forsendur til frekara samstarfs og ég hlýt því að kveðja flokkinn og þá félaga mína sem starfa þar áfram," sagði Gunnar. Gunnar segist telja að hann geti fundið skoðunum mínum bestan farveg í Sjálfstæðisflokknum. Innan flokksins ríki skilningur á mismunandi áherslum undir öflugri forystu. Því hafi hann ákveðið að ganga til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna. Gunnar Örlygsson leiddi lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn 2.890 atkvæði þar. Magnús Þór Hafsteinsson formaður þingflokks Frjálslynda flokksins kveðst ekki kannast við samskiptaörðugleika og heldur ekki málefnaágreining. "Gunnar hefur gagnrýnt ríkisstjórnina og stjórnarflokkana rétt eins og við." Magnús segir að Gunnar hafi á sínum tíma ekki komið fram af heilindum þegar ljóst varð að hann yrði að taka út refsingu vegna brota sinna. "Þetta gerðist eftir að Gunnar varð þingmaður. Hann fór á bak við okkur og ég gagnrýndi hann fyrir það," segir Magnús. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að Gunnar hefði gert grein fyrir óánægju sinni á mánudag; "Hann verður sjálfur að útskýra í hverju hún liggur". Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Gunnar Örlygsson þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í gær og óskaði eftir inngöngu í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann gaf út yfirlýsingu um þetta á Alþingi í gærkvöldi. "Ég stend hér upp til greina frá því að ég hef sagt mig úr þingflokki Frjálslynda flokksins. Þessi ákvörðun á sér aðdraganda og er tekin að vel yfirlögðu ráði. Til grundvallar liggja málefnalegar ástæður. Einnig er því ekki að leyna að samskiptaörðugleikar gera það að verkum að ég á ekki lengur samleið með þingflokki Frjálslynda flokksins. Þetta hef ég tilkynnt formanni flokksins" Gunnar sagði að á landsfundi Frjálslynda flokksins, sem haldinn var fyrr á árinu, hefði hann freistað þess að hafa áhrif á stefnumótun flokksins til framtíðar. " Áherslur flokksins og baráttumál mín eru í mörgum tilvikum ósamrýmanleg. Í öllum stjórnmálaflokkum og í samskiptum fólks er nauðsynlegt að til staðar sé gagnkvæmt traust, drengskapur og umburðarlyndi. Á það hefur skort innan þingflokksins. Þegar það fer saman við málefnalegan ágreining eru ekki forsendur til frekara samstarfs og ég hlýt því að kveðja flokkinn og þá félaga mína sem starfa þar áfram," sagði Gunnar. Gunnar segist telja að hann geti fundið skoðunum mínum bestan farveg í Sjálfstæðisflokknum. Innan flokksins ríki skilningur á mismunandi áherslum undir öflugri forystu. Því hafi hann ákveðið að ganga til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna. Gunnar Örlygsson leiddi lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og hlaut flokkurinn 2.890 atkvæði þar. Magnús Þór Hafsteinsson formaður þingflokks Frjálslynda flokksins kveðst ekki kannast við samskiptaörðugleika og heldur ekki málefnaágreining. "Gunnar hefur gagnrýnt ríkisstjórnina og stjórnarflokkana rétt eins og við." Magnús segir að Gunnar hafi á sínum tíma ekki komið fram af heilindum þegar ljóst varð að hann yrði að taka út refsingu vegna brota sinna. "Þetta gerðist eftir að Gunnar varð þingmaður. Hann fór á bak við okkur og ég gagnrýndi hann fyrir það," segir Magnús. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að Gunnar hefði gert grein fyrir óánægju sinni á mánudag; "Hann verður sjálfur að útskýra í hverju hún liggur".
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira