Skuggaleg skuldaauking borgarinnar 17. maí 2005 00:01 "Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar en önnur umræða um ársreikning borgarinnar fyrir síðasta ár fór fram í gær. Við umræðuna sakaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, Vilhjálm um að hafa farið með dylgjur við fyrri umræðu málsins og sagði Vilhjálm ekki hafa fært nein dæmi um þá óreiðu sem hann telur vera í þeim ársreikningi sem lagður var fram. Sagði hún að í orðum Vilhjálms fælust harðar ásakanir á alla þá óháðu endurskoðendur sem hann yfirfóru og aðra þá sem að honum komu. Vilhjálmur svaraði því til að tekið hefði verið fram í gagnrýni sinni að hún ætti við um yfirstjórn borgarmála, R-listann, en ekki aðra enda væri ábyrgð þar og hana þyrftu menn að axla. Sjálfstæðismenn benti á að á rúmum tíu árum hafi skuldir samstæðu borgarinnar í heild vaxið úr fjórum milljörðum króna í 56 milljarða á síðasta ári sem eitt og sér væri nógu slæmt en með tilliti til þess að tekjur borgarinnar á sama tíma hafi margfaldast sé þessi niðurstaða skuggaleg. Samkvæmt útreikningum á rekstrarniðurstöðu fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld á hvern íbúa á síðasta ári hafi Reykjavík, eitt sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sýnt neikvæða stöðu. Dæmin sýni þannig og sanni að stjórnsýsla R-listans sé í uppnámi Sjálfstæðismenn notuðu tækifærið áður en umræðan hófst og opnuðu svokallaða Skuldaklukku á vefsíðunni betriborg.is en sú klukka mælir skuldaaukningu borgarinnar í ýmsum tímaeiningum. Samkvæmt henni aukast skuldir heildarsamstæðu borgarinnar um rúmar 26 milljónir króna á hverjum degi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
"Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar en önnur umræða um ársreikning borgarinnar fyrir síðasta ár fór fram í gær. Við umræðuna sakaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, Vilhjálm um að hafa farið með dylgjur við fyrri umræðu málsins og sagði Vilhjálm ekki hafa fært nein dæmi um þá óreiðu sem hann telur vera í þeim ársreikningi sem lagður var fram. Sagði hún að í orðum Vilhjálms fælust harðar ásakanir á alla þá óháðu endurskoðendur sem hann yfirfóru og aðra þá sem að honum komu. Vilhjálmur svaraði því til að tekið hefði verið fram í gagnrýni sinni að hún ætti við um yfirstjórn borgarmála, R-listann, en ekki aðra enda væri ábyrgð þar og hana þyrftu menn að axla. Sjálfstæðismenn benti á að á rúmum tíu árum hafi skuldir samstæðu borgarinnar í heild vaxið úr fjórum milljörðum króna í 56 milljarða á síðasta ári sem eitt og sér væri nógu slæmt en með tilliti til þess að tekjur borgarinnar á sama tíma hafi margfaldast sé þessi niðurstaða skuggaleg. Samkvæmt útreikningum á rekstrarniðurstöðu fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld á hvern íbúa á síðasta ári hafi Reykjavík, eitt sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sýnt neikvæða stöðu. Dæmin sýni þannig og sanni að stjórnsýsla R-listans sé í uppnámi Sjálfstæðismenn notuðu tækifærið áður en umræðan hófst og opnuðu svokallaða Skuldaklukku á vefsíðunni betriborg.is en sú klukka mælir skuldaaukningu borgarinnar í ýmsum tímaeiningum. Samkvæmt henni aukast skuldir heildarsamstæðu borgarinnar um rúmar 26 milljónir króna á hverjum degi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira