Refsiglaðir en úrræðalausir 18. maí 2005 00:01 Ungur körfuboltamaður á Suðurnesjum var á dögunum dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að hafa neytt ólöglegra vímuefna. Ungi körfuboltamaðurinn játaði brot sitt fyrir dómstól Íþróttasambands Íslands og sagði í málsvörn sinni að um einangrað tilvik hafi verið að ræða. Fram kemur í dómsorði yfir unga manninum að tveggja ára keppnisbann sé nauðsynlegt – enda sé það í samræmi við reglur sambandsins. Ungi maðurinn á Suðurnesjum má sumsé ekki æfa körfubolta, ekki keppa né gegna trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Ekki ber að skilja þetta svo að verið sé að gera lítið úr afbroti körfuboltamannsins eða annarra sem lenda í sömu stöðu. Auðvitað eiga íþróttamenn ekki að neyta eiturlyfja. Það eru hins vegar viðbrögð og viðurlög íþróttahreyfingarinnar sem vekja upp spurningar. Dæmin um þetta eru kannski ekki mörg og raunar er það svolítið skrítið – ekki síst í ljósi þess að minnsta kosti þriðjungur framhaldsskólanema segist einhvern tíma hafa prófað ólögleg vímuefni – á borð við kannabis og amfetamín. Miðað við það hefðu kannski fleiri átt að falla á lyfjaprófum ÍSÍ en líklegt má telja að mál af þessu tagi eigi eftir að koma upp í framtíðinni. Fyrir rétt um áratug kom upp mál af svipuðum toga þegar ungur handboltamann var sakfelldur af sama dómstól og gert að sæta tveggja ára keppnisbanni eftir að amfetamín fannst í blóði hans. Sá var látinn taka pokann sinn og fékk engan stuðning innan íþróttahreyfingarinar til að taka á sínum málum. Kjarni málsins er sá að íþróttahreyfingin virðist ekki hafa nein raunveruleg úrræði þegar vandi af þessu tagi kemur upp og eða vilja til að gera betur. Þegar horft er til þessara tveggja mála er ljóst að ekkert hefur breyst á tíu árum. Enda hefur svo sem ekki mikið verið um þetta talað. Íþróttahreyfingin virðist ef marka má dómsorðið yfir körfuboltamanninum líta svo á að brottrekstur sé eina lausnin og til þess fallin að auka tiltrú og traust almennings á hreyfingunni. Það getur ekki verið besta lausnin að reka ungan íþróttamann og hindra að hann stundi íþróttir – að minnsta kosti ekki ef við trúum því að íþróttaiðkun sé mannbætandi og hafi forvarnargildi þegar kemur að vímuefnaneyslu. Íþróttahreyfingin tekur til sín milljónir af almannafé á hverju ári – meðal annars í ljósi þess hversu mikið forvarnarstarf er unnið innan hennar. Sem er auðvitað satt og rétt – allt þar til mönnum verður á. Við hljótum að gera meiri kröfur til íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar en svo að vandamálinu sé ýtt út af borðinu og látið eins viðkomandi sé ekki lengur til. Væri ekki nær að íþróttahreyfingin sinnti líka forvarnarstörfum þegar íþróttafólkinu verður á í messunni? Hvers vegna er þessu fólki ekki frekar boðið að fara í vímuefnameðferð, það skikkað til að mæta á aa-fundi eða látið inna af hendi samfélagsþjónustu á vegum íþróttafélagsins til dæmis? Þá mætti hugsa sér styttra keppnisbann en hverju þjónar æfingabann? Það á ekki að líða ólöglega lyfjaneyslu innan íþróttanna en spurningin er hvort ískaldur brottrekstur sé eina lausnin. Það skortir á umræðu um þessi mál í þjóðfélaginu. Þetta er ekki einkamál íþróttahreyfingarinnar – sérstaklega ekki þegar hún tekur við almannafé, meðal annars í krafti þess að hún sinni mikilvægu forvarnarstarfi. Verða ekki orð um forvarnir og mannrækt heldur innistæðulaus þegar mönnum dettur ekkert betra í hug en að banna fólki að stunda íþróttir? Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ungur körfuboltamaður á Suðurnesjum var á dögunum dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að hafa neytt ólöglegra vímuefna. Ungi körfuboltamaðurinn játaði brot sitt fyrir dómstól Íþróttasambands Íslands og sagði í málsvörn sinni að um einangrað tilvik hafi verið að ræða. Fram kemur í dómsorði yfir unga manninum að tveggja ára keppnisbann sé nauðsynlegt – enda sé það í samræmi við reglur sambandsins. Ungi maðurinn á Suðurnesjum má sumsé ekki æfa körfubolta, ekki keppa né gegna trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Ekki ber að skilja þetta svo að verið sé að gera lítið úr afbroti körfuboltamannsins eða annarra sem lenda í sömu stöðu. Auðvitað eiga íþróttamenn ekki að neyta eiturlyfja. Það eru hins vegar viðbrögð og viðurlög íþróttahreyfingarinnar sem vekja upp spurningar. Dæmin um þetta eru kannski ekki mörg og raunar er það svolítið skrítið – ekki síst í ljósi þess að minnsta kosti þriðjungur framhaldsskólanema segist einhvern tíma hafa prófað ólögleg vímuefni – á borð við kannabis og amfetamín. Miðað við það hefðu kannski fleiri átt að falla á lyfjaprófum ÍSÍ en líklegt má telja að mál af þessu tagi eigi eftir að koma upp í framtíðinni. Fyrir rétt um áratug kom upp mál af svipuðum toga þegar ungur handboltamann var sakfelldur af sama dómstól og gert að sæta tveggja ára keppnisbanni eftir að amfetamín fannst í blóði hans. Sá var látinn taka pokann sinn og fékk engan stuðning innan íþróttahreyfingarinar til að taka á sínum málum. Kjarni málsins er sá að íþróttahreyfingin virðist ekki hafa nein raunveruleg úrræði þegar vandi af þessu tagi kemur upp og eða vilja til að gera betur. Þegar horft er til þessara tveggja mála er ljóst að ekkert hefur breyst á tíu árum. Enda hefur svo sem ekki mikið verið um þetta talað. Íþróttahreyfingin virðist ef marka má dómsorðið yfir körfuboltamanninum líta svo á að brottrekstur sé eina lausnin og til þess fallin að auka tiltrú og traust almennings á hreyfingunni. Það getur ekki verið besta lausnin að reka ungan íþróttamann og hindra að hann stundi íþróttir – að minnsta kosti ekki ef við trúum því að íþróttaiðkun sé mannbætandi og hafi forvarnargildi þegar kemur að vímuefnaneyslu. Íþróttahreyfingin tekur til sín milljónir af almannafé á hverju ári – meðal annars í ljósi þess hversu mikið forvarnarstarf er unnið innan hennar. Sem er auðvitað satt og rétt – allt þar til mönnum verður á. Við hljótum að gera meiri kröfur til íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar en svo að vandamálinu sé ýtt út af borðinu og látið eins viðkomandi sé ekki lengur til. Væri ekki nær að íþróttahreyfingin sinnti líka forvarnarstörfum þegar íþróttafólkinu verður á í messunni? Hvers vegna er þessu fólki ekki frekar boðið að fara í vímuefnameðferð, það skikkað til að mæta á aa-fundi eða látið inna af hendi samfélagsþjónustu á vegum íþróttafélagsins til dæmis? Þá mætti hugsa sér styttra keppnisbann en hverju þjónar æfingabann? Það á ekki að líða ólöglega lyfjaneyslu innan íþróttanna en spurningin er hvort ískaldur brottrekstur sé eina lausnin. Það skortir á umræðu um þessi mál í þjóðfélaginu. Þetta er ekki einkamál íþróttahreyfingarinnar – sérstaklega ekki þegar hún tekur við almannafé, meðal annars í krafti þess að hún sinni mikilvægu forvarnarstarfi. Verða ekki orð um forvarnir og mannrækt heldur innistæðulaus þegar mönnum dettur ekkert betra í hug en að banna fólki að stunda íþróttir? Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar