Innlent

Reynir á stefnumótun spítalans

 Jóhannes bætti við að hann teldi stefnumótunina "siðferðilega hafna yfir efa hvað réttmæti varðaði." Læknirinn, Tómas Zoega hefur höfðað mál gegn sjúkrahúsinu til ógildingar á breytingu á stöðu sinni. Forsagan er sú, að í desember 2001 samþykkti yfirstjórn LSH að yfirlæknar skyldu starfa í fullu starfi við á sjúkrahúsinu. Þeim skyldi óheimilt að starfa annars staðar, með tilteknum undantekningum. Þar með var þeim óheimilt að reka sjálfstæðar einkastofur úti í bæ, en það hafði Tómas gert um árabil. Þessu hafnaði hann. Þann 1. maí gerði yfirstjórn LSH þær breytingar á starfi hans og verksviði á spítalanum að hann myndi gegna stöðu sérfræðings þar. Hafði hann þá með bréfi frá forstjóra sjúkrahússins í lok apríl verið leystur frá stjórnunarskyldum sem fylgja starfi yfirlæknis á geðsviði. Tómas telur þessar aðgerðir spítalans varðandi starf sitt stangast á við lög.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×