Á von á meira lýðræði í Kína 18. maí 2005 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. Skömmu áður en að Ólafur Ragnar Grímsson og fylgdarlið gengu á fund forsætisráðherra Kína gekk Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, út og fannst íslenskum blaðamönnum brún hans heldur þung. Wen Jiabao var hins vegar kátur. Gamli stjórnmálfræðiprófessorinn ræddi við nemendur Peking-háskóla í morgun, meðal annars um mikilvægi lýðræðis og einkavæðingar fyrir framþróun þjóða. Eftir skoðunarferð um Forboðnu borgina, 300 ára heimili keisara af Ming- og Quing-ættum þaðan sem keisararnir skipuðu þjóð sinni fyrir verkum með alræðisvaldi, sagðist forsetinn hafa trú á að Kínverjar myndu taka upp lýðræðislegt stjórnarfar innan tíðar. Ólafur sagði enn fremur að í samræðum við stúdenta í Peking-háskóla, en stúdentar úr þeim háskóla stóðu fyrir uppreisninni á Torgi hins himneska friðar, hafi hann sagt þeim að valdið væri þeirra og lýðræði væri lykillinn að framförum og mannréttindi væru grundvöllur þeir umbóta sem orðið hefðu í Evrópu. Einn stúdentinn var inntur eftir því hverju hann vildi breyta í landinu og eftir mikla umhugsun sagði hann svo að hann vildi bæta kjör hinna fátæku. Miðað við svarið við næstu spurningu má ætla að hugmyndir um aukið frelsi að vestrænum hætti angri hann að minnsta kosti ekki mikið, en hann var inntur eftir því hvort honum fyndist hann geta gert hvað sem er í lífinu. Hann svaraði því til að hann gæti ekki gert allt því nú stundaði hann nám í læknisfræði og ensku en ef hann yrði látinn stunda rannsóknir í heimspeki og efnafræði væri hann ekki viss um að hann gæti það. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands telur að Kína muni taka upp lýðræðislega stjórnarhætti innan tíðar. Hann ræddi við nemendur í Peking-háskóla í dag og minnti þá á að valdið væri þeirra. Skömmu áður en að Ólafur Ragnar Grímsson og fylgdarlið gengu á fund forsætisráðherra Kína gekk Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, út og fannst íslenskum blaðamönnum brún hans heldur þung. Wen Jiabao var hins vegar kátur. Gamli stjórnmálfræðiprófessorinn ræddi við nemendur Peking-háskóla í morgun, meðal annars um mikilvægi lýðræðis og einkavæðingar fyrir framþróun þjóða. Eftir skoðunarferð um Forboðnu borgina, 300 ára heimili keisara af Ming- og Quing-ættum þaðan sem keisararnir skipuðu þjóð sinni fyrir verkum með alræðisvaldi, sagðist forsetinn hafa trú á að Kínverjar myndu taka upp lýðræðislegt stjórnarfar innan tíðar. Ólafur sagði enn fremur að í samræðum við stúdenta í Peking-háskóla, en stúdentar úr þeim háskóla stóðu fyrir uppreisninni á Torgi hins himneska friðar, hafi hann sagt þeim að valdið væri þeirra og lýðræði væri lykillinn að framförum og mannréttindi væru grundvöllur þeir umbóta sem orðið hefðu í Evrópu. Einn stúdentinn var inntur eftir því hverju hann vildi breyta í landinu og eftir mikla umhugsun sagði hann svo að hann vildi bæta kjör hinna fátæku. Miðað við svarið við næstu spurningu má ætla að hugmyndir um aukið frelsi að vestrænum hætti angri hann að minnsta kosti ekki mikið, en hann var inntur eftir því hvort honum fyndist hann geta gert hvað sem er í lífinu. Hann svaraði því til að hann gæti ekki gert allt því nú stundaði hann nám í læknisfræði og ensku en ef hann yrði látinn stunda rannsóknir í heimspeki og efnafræði væri hann ekki viss um að hann gæti það.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira