Phoenix 3 - Dallas 2 19. maí 2005 00:01 Dallas hélt uppi svipaðri leikaðferð í nótt og reyndist þeim svo vel í sigurleiknum í Dallas, en nú voru þeir að leika í Phoenix og Steve Nash fékk næga hjálp í að leiða lið sitt til sigurs 114-108 og nú hafa Suns tekið forystuna 3-2 í einvíginu. Nash, sem skoraði 48 stig í fjórða leiknum, átti enn einn stórleikinn í seríunni gegn veikri vörn Dallas og þó hann skoraði minna í nótt, lét hann til sín taka á fleiri sviðum leiksins í þetta sinn. Hann skoraði 34 stig, hirti 13 fráköst og gaf 12 stoðsendingar, sem var hans þriðja þrenna á ferlinum og sú fyrsta í úrslitakeppni. Reynsluboltinn Jimmy Jackson hjá Phoenix skoraði 15 stig í fjórða leikhlutanum og Amare Stoudemire fylgdi eftir döprum síðasta leik og skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst í síðari hálfleiknum einum saman. Dirk Nowitzki var stigahæstur í liði Dallas í nótt, með 34 stig og lið hans hafði undirtökin fram undir miðjan leik, þegar Suns tóku mikla rispu og gerðu út um leikinn. "Hann á titilinn verðmætasti leikmaðurinn fyllilega skilinn eftir að maður sér hann leika svona, við reyndum allt sem við gátum til að finna svar við honum, en allt kom fyrir ekki," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas um stórleik Steve Nash. "Hann er harður snáði," bætti Nowitzki við um vin sinn. "Ég bjóst við að fá mörg opin skot í leiknum eins og síðast. Ég er ein af betri skyttum í liðinu svo ég verð að skjóta þegar ég fæ tækifæri og ég geri það líka," sagði Nash, sem fékk að vaða uppi í vítateig Dallas eins og í fjórða leiknum, því mikil áhersla var lögð á að stöðva Amare Stoudemire. Atkvæðamestir í liði Dallas:Dirk Nowitzki 34 stig (10 frák), Josh Howard 19 stig (10 frák), Jason Terry 17 stig (8 stoðs), Michael Finley 7 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Steve Nash 34 stig (13 frák, 12 stoðs), Amare Stoudemire 33 stig (18 frák), Jimmy Jackson 21 stig, Shawn Marion 16 stig (10 frák), Quentin Richardson 7 stig. NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Dallas hélt uppi svipaðri leikaðferð í nótt og reyndist þeim svo vel í sigurleiknum í Dallas, en nú voru þeir að leika í Phoenix og Steve Nash fékk næga hjálp í að leiða lið sitt til sigurs 114-108 og nú hafa Suns tekið forystuna 3-2 í einvíginu. Nash, sem skoraði 48 stig í fjórða leiknum, átti enn einn stórleikinn í seríunni gegn veikri vörn Dallas og þó hann skoraði minna í nótt, lét hann til sín taka á fleiri sviðum leiksins í þetta sinn. Hann skoraði 34 stig, hirti 13 fráköst og gaf 12 stoðsendingar, sem var hans þriðja þrenna á ferlinum og sú fyrsta í úrslitakeppni. Reynsluboltinn Jimmy Jackson hjá Phoenix skoraði 15 stig í fjórða leikhlutanum og Amare Stoudemire fylgdi eftir döprum síðasta leik og skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst í síðari hálfleiknum einum saman. Dirk Nowitzki var stigahæstur í liði Dallas í nótt, með 34 stig og lið hans hafði undirtökin fram undir miðjan leik, þegar Suns tóku mikla rispu og gerðu út um leikinn. "Hann á titilinn verðmætasti leikmaðurinn fyllilega skilinn eftir að maður sér hann leika svona, við reyndum allt sem við gátum til að finna svar við honum, en allt kom fyrir ekki," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas um stórleik Steve Nash. "Hann er harður snáði," bætti Nowitzki við um vin sinn. "Ég bjóst við að fá mörg opin skot í leiknum eins og síðast. Ég er ein af betri skyttum í liðinu svo ég verð að skjóta þegar ég fæ tækifæri og ég geri það líka," sagði Nash, sem fékk að vaða uppi í vítateig Dallas eins og í fjórða leiknum, því mikil áhersla var lögð á að stöðva Amare Stoudemire. Atkvæðamestir í liði Dallas:Dirk Nowitzki 34 stig (10 frák), Josh Howard 19 stig (10 frák), Jason Terry 17 stig (8 stoðs), Michael Finley 7 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Steve Nash 34 stig (13 frák, 12 stoðs), Amare Stoudemire 33 stig (18 frák), Jimmy Jackson 21 stig, Shawn Marion 16 stig (10 frák), Quentin Richardson 7 stig.
NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira