Skipt um alla forystusveitina 22. maí 2005 00:01 Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar, sem samþykkt var fyrir lok landsfundarins í gær, segir meðal annars að hreyfing jafnaðarmanna stefni að því að mynda meirihluta í sveitarstjórnum sem geta axlað aukið hlutverk sveitarfélaga í fjölbreytilegri nærþjónustu. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar að ári liðnu og vill Samfylkingin leggja aukna áherslu á lýðræði og frekari þátttöku og áhrif íbúa á sveitarstjórnarstiginu. Í ályktuninni segir að það sé höfuðverkefni að hafa forystu um að fella í næstu þingkosningum þá ríkisstjórn misskiptingar og valdbeitingar sem nú sitji. Samfylkingin vilji leiða frjálslynda velferðarstjórn sem einsetji sér að auka félagslegt réttlæti í landinu, treysti stöðu fólks á vinnumarkaði og stuðli að launajafnrétti. Að auki fjallar stjórnmálaályktunin ýtarlega um velferð, heilbrigðismál, menntun, menningu og listir, efnahagslíf, tekjur sveitarfélaga, lýðræði, jafnrétti, mannréttindi, umhverfisvernd og utanríkismál. Samgöngumál í nefnd Ýmsum málum var vísað áfram til meðferðar í nefndum og ráðum flokksins. Það á meðal annars við um gögn Framtíðarhópsins svonefnda, en á snærum Samfylkingarinnar er á næstu mánuðum ætlunin að styrkja mjög málefnastöðu og hugmyndafræði flokksins. Samþykkt var að vísa öllum samgöngumálum, þar á meðal tillögu um að flytja Reykjavíkurflugvöll í nágrenni höfuðborgarinnar, til starfshóps sem skilar áliti eða tillögum síðar. Ætlunin er að halda sérstakt þing eða ráðstefnu um samgöngumál á vegum flokksins næsta haust eða snemma vetrar. Kona víkur vegna kynjakvóta Viðmælendur Fréttablaðsins á landsfundi Samfylkingarinnar voru margir þeirrar skoðunar í gær að í endurnýjun forystunnar fælust ákveðin skilaboð og veganesti fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, nýkjörinn formann flokksins. Á það er meðal annars bent, að landsfundarmenn kusu Ágúst Ólaf Ágústsson varaformann flokksins, en hann var lengstum talinn stuðningsmaður Össurar Skarphéðinssonar, fráfarandi formanns Samfylkingarinnar, þó svo að Ágúst hefði lýst því yfir þegar nær dró landsfundi að framboð hans væri með öllu óháð. Eftir því sem næst verður komist hallaði Ingibjörg Sólrún sér frekar að Lúðvík Bergvinssyni, keppinauti Ágústs Ólafs, síðustu dagana fyrir landsfundinn. Þá vakti athygli að Stefán Jón Hafstein, fráfarandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins, náði ekki kjöri í stöðu ritara Samfylkingarinnar. Stefán Jón hefur verið mjög handgenginn Ingibjörgu Sólrúnu, meðal annars á vettvangi borgarmála. Helena Karlsdóttir frá Akureyri lagði Stefán Jón í ritarakjörinu, en Valgerður Bjarnadóttir bauð sig einnig fram í embættið auk þeirra tveggja.. Ekki er ósennilegt að val margra landsfundarfulltrúa hafi helgast af kynjakvóta Samfylkingarinnar, en hann gerir ráð fyrir að karlar og konur hafi ekki minna en 40 prósent fulltrúa hvort kynið í ráðum og nefndum flokksins. Einnig er á það bent að heppilegt hafi þótt að Helena er af landsbyggðinni. Þess má geta að nauðsynlegt reyndist að rýma fyrir karli við kjör í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar í gær vegna kynjakvótans. Í fyrsta skipti í sögu flokksins þurfti því kona að víkja vegna reglu sem í reyndinni var sett til að tryggja nægilega hátt hlutfall kvenna í nefndum og ráðum flokksins. Heimilislegur stjórnmálaflokkur Glöggur landsfundarfulltrúi þóttist einnig sjá að endurnýjun í forystu Samfylkingarinnar endurspeglaði vel uppruna og tilurð Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún ætti sjálf rætur í Kvennalistanum, Helena Karlsdóttir ritari kæmi úr Alþýðuflokknum, Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður hefði tengsl við Þjóðvaka, Ari Skúlason, sem kjörinn var gjaldkeri Samfylkingarinnar, ætti rætur í Alþýðubandalaginu og Gunnar Svavarsson, nýkjörinn formaður framkvæmdastjórnarinnar, ætti rætur sínar í sjálfri Samfylkingunni. Stjórnmálaskýrendum á landsfundinum þótti að öllu samanlögðu þessi samsetning mynda nokkurt jafnvægi í nýrri forystu flokksins. Einn þeirra sló á létta strengi og sagði að nú væri Samfylkingunni stjórnað af konum og börnum. Og kvað ástandið orðið áþekkt og heima hjá sér. En hann bætti við að líklega mætti þá einnig segja að Samfylkingin væri heimilislegur stjórnmálaflokkur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar, sem samþykkt var fyrir lok landsfundarins í gær, segir meðal annars að hreyfing jafnaðarmanna stefni að því að mynda meirihluta í sveitarstjórnum sem geta axlað aukið hlutverk sveitarfélaga í fjölbreytilegri nærþjónustu. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar að ári liðnu og vill Samfylkingin leggja aukna áherslu á lýðræði og frekari þátttöku og áhrif íbúa á sveitarstjórnarstiginu. Í ályktuninni segir að það sé höfuðverkefni að hafa forystu um að fella í næstu þingkosningum þá ríkisstjórn misskiptingar og valdbeitingar sem nú sitji. Samfylkingin vilji leiða frjálslynda velferðarstjórn sem einsetji sér að auka félagslegt réttlæti í landinu, treysti stöðu fólks á vinnumarkaði og stuðli að launajafnrétti. Að auki fjallar stjórnmálaályktunin ýtarlega um velferð, heilbrigðismál, menntun, menningu og listir, efnahagslíf, tekjur sveitarfélaga, lýðræði, jafnrétti, mannréttindi, umhverfisvernd og utanríkismál. Samgöngumál í nefnd Ýmsum málum var vísað áfram til meðferðar í nefndum og ráðum flokksins. Það á meðal annars við um gögn Framtíðarhópsins svonefnda, en á snærum Samfylkingarinnar er á næstu mánuðum ætlunin að styrkja mjög málefnastöðu og hugmyndafræði flokksins. Samþykkt var að vísa öllum samgöngumálum, þar á meðal tillögu um að flytja Reykjavíkurflugvöll í nágrenni höfuðborgarinnar, til starfshóps sem skilar áliti eða tillögum síðar. Ætlunin er að halda sérstakt þing eða ráðstefnu um samgöngumál á vegum flokksins næsta haust eða snemma vetrar. Kona víkur vegna kynjakvóta Viðmælendur Fréttablaðsins á landsfundi Samfylkingarinnar voru margir þeirrar skoðunar í gær að í endurnýjun forystunnar fælust ákveðin skilaboð og veganesti fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, nýkjörinn formann flokksins. Á það er meðal annars bent, að landsfundarmenn kusu Ágúst Ólaf Ágústsson varaformann flokksins, en hann var lengstum talinn stuðningsmaður Össurar Skarphéðinssonar, fráfarandi formanns Samfylkingarinnar, þó svo að Ágúst hefði lýst því yfir þegar nær dró landsfundi að framboð hans væri með öllu óháð. Eftir því sem næst verður komist hallaði Ingibjörg Sólrún sér frekar að Lúðvík Bergvinssyni, keppinauti Ágústs Ólafs, síðustu dagana fyrir landsfundinn. Þá vakti athygli að Stefán Jón Hafstein, fráfarandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins, náði ekki kjöri í stöðu ritara Samfylkingarinnar. Stefán Jón hefur verið mjög handgenginn Ingibjörgu Sólrúnu, meðal annars á vettvangi borgarmála. Helena Karlsdóttir frá Akureyri lagði Stefán Jón í ritarakjörinu, en Valgerður Bjarnadóttir bauð sig einnig fram í embættið auk þeirra tveggja.. Ekki er ósennilegt að val margra landsfundarfulltrúa hafi helgast af kynjakvóta Samfylkingarinnar, en hann gerir ráð fyrir að karlar og konur hafi ekki minna en 40 prósent fulltrúa hvort kynið í ráðum og nefndum flokksins. Einnig er á það bent að heppilegt hafi þótt að Helena er af landsbyggðinni. Þess má geta að nauðsynlegt reyndist að rýma fyrir karli við kjör í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar í gær vegna kynjakvótans. Í fyrsta skipti í sögu flokksins þurfti því kona að víkja vegna reglu sem í reyndinni var sett til að tryggja nægilega hátt hlutfall kvenna í nefndum og ráðum flokksins. Heimilislegur stjórnmálaflokkur Glöggur landsfundarfulltrúi þóttist einnig sjá að endurnýjun í forystu Samfylkingarinnar endurspeglaði vel uppruna og tilurð Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún ætti sjálf rætur í Kvennalistanum, Helena Karlsdóttir ritari kæmi úr Alþýðuflokknum, Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður hefði tengsl við Þjóðvaka, Ari Skúlason, sem kjörinn var gjaldkeri Samfylkingarinnar, ætti rætur í Alþýðubandalaginu og Gunnar Svavarsson, nýkjörinn formaður framkvæmdastjórnarinnar, ætti rætur sínar í sjálfri Samfylkingunni. Stjórnmálaskýrendum á landsfundinum þótti að öllu samanlögðu þessi samsetning mynda nokkurt jafnvægi í nýrri forystu flokksins. Einn þeirra sló á létta strengi og sagði að nú væri Samfylkingunni stjórnað af konum og börnum. Og kvað ástandið orðið áþekkt og heima hjá sér. En hann bætti við að líklega mætti þá einnig segja að Samfylkingin væri heimilislegur stjórnmálaflokkur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira