Bíðum ekki lengur eftir breytingum 22. maí 2005 00:01 Íslenskt samfélag þolir ekki lengur bið eftir breytingum, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar þegar hún sleit landsfundi flokksins í gær. "Við verðum að spartsla strax og tækifæri gefst í sárustu sprungurnar sem myndast hafa eftir allt of langa valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Forgangsmál í þeim verkum eru úrbætur í málefnum barnafólks, aldraðra og endurbætur í menntakerfinu," sagði Ingibjörg jafnframt. Hún gerði klíkuskap að umtalsefni í ávarpi sínu og sagði að einstaklingar ættu ekki að þurfa að eiga rétt sinn og stöðu undir stofnunum og kenjum valdsmanna. "Af þessu eru klíkur það versta. Klíkur eru samtrygging þröngra hópa um eigin hagsmuni án tilllits til hagsmuna heildarinnar." Hún kvað Samfylkinguna hafa tekið afstöðu gegn klíkum og kenjum valdhafa en með lýðræðinu. Flokkurinn hefði gert það í hverju málinu á fætur öðru á alþingi; í Íraksmálinu, við skipan hæstaréttardómara, í fréttastjóramálinu, fjölmiðlamálinu og einnig í formannskjöri Samfylkingarinnar. "Hún gerði það þegar hún lét skilaboð, um hvað væri valdsmönnum í öðrum flokkum þóknanlegt, sem vind um eyru þjóta. Hún treysti almennum flokksmönnum til þess að meta hvað væri best fyrir flokkinn og fór í gegn um lýðræðislegasta ferli í leiðtogakjöri sem nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hefur farið í gegn um." Ingibjörg Sólrún kvað Samfylkinguna ekki geta gert allt fyrir alla. Vinna yrði að brýnustu viðfangsefnum með skipulegum hætti og úrbætur gætu tekið tíma. Hún nefndi jafnframt að í stórum og breiðum flokki yrðu menn að vera tilbúnir til þess að horfa á mál frá mismunandi sjónarhornum landsbyggðar og þéttbýlis, kvenna og karla, ungra og aldinna sem og umhverfisverndar og auðlindanýtingar. Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar á landsfundinum eins og fram hefur komið. Í gær var kosið í framkvæmdastjórn flokksins og náðu Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Ingileif Ástvaldsdóttir og Karl V.Mattíasson kjöri. Formaður framkvæmdastjórnarinnar er Gunnar Svavarsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira
Íslenskt samfélag þolir ekki lengur bið eftir breytingum, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar þegar hún sleit landsfundi flokksins í gær. "Við verðum að spartsla strax og tækifæri gefst í sárustu sprungurnar sem myndast hafa eftir allt of langa valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Forgangsmál í þeim verkum eru úrbætur í málefnum barnafólks, aldraðra og endurbætur í menntakerfinu," sagði Ingibjörg jafnframt. Hún gerði klíkuskap að umtalsefni í ávarpi sínu og sagði að einstaklingar ættu ekki að þurfa að eiga rétt sinn og stöðu undir stofnunum og kenjum valdsmanna. "Af þessu eru klíkur það versta. Klíkur eru samtrygging þröngra hópa um eigin hagsmuni án tilllits til hagsmuna heildarinnar." Hún kvað Samfylkinguna hafa tekið afstöðu gegn klíkum og kenjum valdhafa en með lýðræðinu. Flokkurinn hefði gert það í hverju málinu á fætur öðru á alþingi; í Íraksmálinu, við skipan hæstaréttardómara, í fréttastjóramálinu, fjölmiðlamálinu og einnig í formannskjöri Samfylkingarinnar. "Hún gerði það þegar hún lét skilaboð, um hvað væri valdsmönnum í öðrum flokkum þóknanlegt, sem vind um eyru þjóta. Hún treysti almennum flokksmönnum til þess að meta hvað væri best fyrir flokkinn og fór í gegn um lýðræðislegasta ferli í leiðtogakjöri sem nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hefur farið í gegn um." Ingibjörg Sólrún kvað Samfylkinguna ekki geta gert allt fyrir alla. Vinna yrði að brýnustu viðfangsefnum með skipulegum hætti og úrbætur gætu tekið tíma. Hún nefndi jafnframt að í stórum og breiðum flokki yrðu menn að vera tilbúnir til þess að horfa á mál frá mismunandi sjónarhornum landsbyggðar og þéttbýlis, kvenna og karla, ungra og aldinna sem og umhverfisverndar og auðlindanýtingar. Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar á landsfundinum eins og fram hefur komið. Í gær var kosið í framkvæmdastjórn flokksins og náðu Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Ingileif Ástvaldsdóttir og Karl V.Mattíasson kjöri. Formaður framkvæmdastjórnarinnar er Gunnar Svavarsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sjá meira