Viðskipti innlent

Þórólfur orðaður við SH

Þórólfur Árnason játaði hvorki né neitaði þegar fréttastofa nBylgjunnar hafði samband við hann og spurði hvort hann yrði næsti forstjóri SH. Vangaveltur hafa verið uppi að undanförnu hvort Þórólfur muni taka við starfi forstjóra SH þann 30. maí næstkomandi þegar hluthafafundur félagsins verður haldinn. Þórólfur sagðist ekkert vilja tjá sig um málið. Hann væri vanur að halda sínum málum fyrir sjálfan sig og þannig yrði það áfram. Þórólfur sagðist vera á fullu í ýmsum verkefnum fyrir ýmsa aðila, hann ræki lítið ráðgjafafyrirtæki en vildi þó ekki segja hvað það héti eða hvort nýtt verkefni væri fram undan hjá honum, það er að segja að gegna starfi forstjóra SH. Gunnar Svavarsson, núverandi forstjóri SH, sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að hann væri ekki tilbúinn til að tjá sig um hvort hann væri að hætta störfum eða ekki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×