Viðskipti innlent

Flugfargjöld hafi hækkað um 20%

Flugfargjöld hafa hækkað um 20% á undanförnu ári. Þetta segir Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sumarferða. Helgi segir að eflaust sé það tilvljun en að flugfélögin tvö, Icelandair og Iceland Express, hafi verið mjög samtaka í því að hækka verð á fargjöldum hjá sér. Erfitt sé að finna fargjöld undir 20 þúsund krónum nú eins og það var fyrir ári og sé verð á farmiðum oftast yfir 30 þúsund krónum. Þá segir Helgi að allt líti út fyrir að samkeppninni sé lokið og flugfélögin geri lítið til að bjóða neytendum betri kjör en hitt. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir eftirspurn hafa aukist mikið að undanförnu en þar sem framboðið hafi ekki aukist hafi verð hækkað þótt nákvæma prósentutölu hafi hann ekki. Birgir segir þó að ef eftirspurn haldi áfram að vera góð muni félagið líklega fjölga vélum og þá muni verð kannski lækka þótt of snemmt sé að segja til um hvenær það gæti orðið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×