Innlent

Vill skima alifugla og vatnafugla

 Er þetta gert í varúðarskyni gegn ýmsum sjúkdómum, þar á meðal fuglaflensu, að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfirdýralæknis. Hann sagði að ekki væri komin niðurstaða frá stjórnvöldum enn. Talið er að rannsókn af því tagi sem yfirdýralæknir vill láta fara fram kosti eina og hálfa milljón króna. "Það hefur verið gerð rannsókn á alifuglum áður með tilliti til ýmissa sjúkdóma, en núna teljum við að tímabært sé og ástæða til að kanna þetta líka í villtum fuglum, úr því að fregnir herma að þessi veira hafi drepið villta fugla í Kína," sagði Sigurður Örn. Hann sagði að rannsókn af þessu tagi gæti tekið fáeina daga sem forgangsverkefni en ella einhverjar vikur. "Auk þessa erum við með margvíslegar varnir gegn því að þessi sjúkdómur berist til landsins, svo og viðbragðsáætlanir gegn alvarlegum smitsjúkdómum í dýrum," sagði Sigurður Örn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×