Viðskipti innlent

Fiskimjölsverksmiðjan seld

Samherji hf. hefur selt fiskimjölsverksmiðju sína í Grindavík til Síldarvinnslunnar hf. en sem kunnugt er hefur verksmiðjan ekki verið starfrækt frá því í byrjun febrúar síðastliðins eftir að mikill eldur kom upp í verksmiðjunni. Samherji hefur um langt árabil verið með rekstur í Grindavík. Fyrir nokkrum árum var ráðist í endurbætur á verksmiðjunni, bæði mannvirkjum og tækjabúnaði, og lauk þeim endurbótum í fyrra. Frágangi á brunatjóninu er ekki að fullu lokið en gera má ráð fyrir að hagnaður vegna sölunnar verði að minnsta kosti 400 milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×