Er til austur-evrópsk mafía? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2005 00:01 Um síðustu helgi völdu Evrópubúar hið árlega Eurovision lag. Það var hin gríska Helena Paparizou sem bar sigur úr býtum en veðbankar voru einmitt búnir að spá henni sigri. Íslendingar þurftu að keppa í undankeppninni fimmtudaginn áður og komust ekki áfram. Lentu í sextánda sæti. Það skemmtilega er að ekki einn einasti Íslendingur gat ímyndað sér að Selma Björnsdóttir, fulltrúi Íslands, kæmist ekki áfram. Það var ekki að ræða það og minnti múgæsingin eftir keppnina einna helst á þá staðfestu Íslendinga árið 1986 að Gleðibankinn væri besta lag í Evrópu og myndi mala samkeppni sína í álfunni. En allt kom fyrir ekki. Lagið lenti í sextánda sæti. Í staðinn fyrir að taka fallinu með reisn þurftu Íslendingar nú eins og alltaf að finna einhvern sökudólg. Og hver lá beinast við? Jú, auðvitað Austur-Evrópa. Það er ekkert launungamál að Íslendingar, og jafnvel fleiri Suður-Evrópubúar, líta á Austur-Evrópu sem boðflennu í keppninni. “Þetta fólk er ekki Evrópubúar,” heyrir maður oftar en ekki þegar Eurovision keppnin stendur sem hæst. Auðvitað er “þetta fólk” alveg jafn miklir Evrópubúar og við. Það er bara öðruvísi. Og þar af leiðandi er tónlistin öðruvísi. Og snýst Eurovision ekki um tónlistarsmekk? Drumbusláttur og þjóðlegir tónar einkenndu framlög Evrópulandanna og þá sérstaklega Austur-Evrópu því þeirra þjóðlagahefð er auðvitað mun sterkara en okkar hér á litla Íslandi. Hér er MTV, Popptíví og hvað allt þetta heitir búið að tröllríða öllu og auðvitað eru lögin sem við sendum í keppnina eftir því. Samsuða frá Britney Spears og Christinu Aquilera. Rosalega frumlegt eða hitt þó heldur. Vissulega er sigurlagið í ár líka samsuða frá Britney og Christinu. Bara góð samsuða. Grípandi samsuða. Þó að ég hafi fengið áfall þegar ég heyrði það í fyrsta skipti þá get ég ekki neitað því að ég er með það á heilanum meira eða minna allan daginn. Og ég hef heyrt það í mesta lagi tvisvar. Ég veit ekki með restina af Íslendingum en ég er búin að fá mig fullsadda af samsæriskenningum kynna Eurovision með hvaða land gefur hverjum stig og hverjum ekki. Gísli Marteinn Baldursson missti sig gjörsamlega í þessum samsæriskenningum um síðustu helgi þegar austur-evrópsku löndin gáfu grönnum sínum fullt hús stiga á víxl. Allt í einu var Gísli Marteinn búinn að gleyma tólf stigunum sem Íslendingar gáfu Norðmönnum, tíu stigin sem Íslendingar gáfu Danmörku, tólf stigunum sem Danir fengu frá Norðmönnum, tíu stigunum sem Danmörk fékk frá Svíþjóð, tólf stigunum sem Danir gáfu Norðmönnum og tíu stigunum sem Svíþjóð gaf Norðmönnum. Munurinn er bara að austur-evrópsku löndin eru fleiri og stærri og gefa hvort öðru væntanlega stig því þau hafa smekk fyrir lagasmíðum hvors annars. Tyrkland gaf meira að segja Grikkjum, erkifjendum sínum, tólf stig. Hvernig útskýrir Gísli Marteinn það? Og fyrrum stríðshrjáðar þjóðir á Balkanskaganum lögðu ágreininga sína til hliðar og kusu hvora aðra í sátt og samlyndi. Ég sé ekkert nema gott og fallegt við það -- ég veit ekki með ykkur hin. Það er sorglegt hvernig Íslendingar taka tapi í Eurovision. Vissulega var Selma Björnsdóttir flott á sviðinu í ár og það var hvorki búningurinn né sviðsframkoma sem varð henni að falli heldur lagið. Þetta snýst auðvitað allt um lagið. Eurovision lagið. Sem íslenska þjóðin á auðvitað að fá að kjósa sjálf en ekki einhverjir Sjálfstæðismenn út í bæ. Svo virðist það alltaf gleymast að Eurovision tónlist er bara tónlist. Það er engin formúla. Ekkert Eurovision lag. Íslendingar eiga að vera stoltir af sinni hefð og setja metnað í framlag sitt líkt og frændur okkar í Austur-Evrópu. Við skulum leita aftur til síðustu aldar og blanda því gamla við hið nýja. Gamaldags rímur og kassagítar myndi örugglega svínvirka og færa okkur gullið. Ef við nennum hins vegar ekki að leggja höfuðið í bleyti og leggja metnað í keppnina sem virðist vera okkur öll svo kær einhverra hluta vegna þá gætum við kannski hafið útflutning á saltfiski til Svartfjallalands, selt Bosníumönnum ull eða sett skyr á markað í Makedónía. Þá myndum við mæta sterk til leiks með “frændur” okkar okkur við hlið í keppninni að ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi völdu Evrópubúar hið árlega Eurovision lag. Það var hin gríska Helena Paparizou sem bar sigur úr býtum en veðbankar voru einmitt búnir að spá henni sigri. Íslendingar þurftu að keppa í undankeppninni fimmtudaginn áður og komust ekki áfram. Lentu í sextánda sæti. Það skemmtilega er að ekki einn einasti Íslendingur gat ímyndað sér að Selma Björnsdóttir, fulltrúi Íslands, kæmist ekki áfram. Það var ekki að ræða það og minnti múgæsingin eftir keppnina einna helst á þá staðfestu Íslendinga árið 1986 að Gleðibankinn væri besta lag í Evrópu og myndi mala samkeppni sína í álfunni. En allt kom fyrir ekki. Lagið lenti í sextánda sæti. Í staðinn fyrir að taka fallinu með reisn þurftu Íslendingar nú eins og alltaf að finna einhvern sökudólg. Og hver lá beinast við? Jú, auðvitað Austur-Evrópa. Það er ekkert launungamál að Íslendingar, og jafnvel fleiri Suður-Evrópubúar, líta á Austur-Evrópu sem boðflennu í keppninni. “Þetta fólk er ekki Evrópubúar,” heyrir maður oftar en ekki þegar Eurovision keppnin stendur sem hæst. Auðvitað er “þetta fólk” alveg jafn miklir Evrópubúar og við. Það er bara öðruvísi. Og þar af leiðandi er tónlistin öðruvísi. Og snýst Eurovision ekki um tónlistarsmekk? Drumbusláttur og þjóðlegir tónar einkenndu framlög Evrópulandanna og þá sérstaklega Austur-Evrópu því þeirra þjóðlagahefð er auðvitað mun sterkara en okkar hér á litla Íslandi. Hér er MTV, Popptíví og hvað allt þetta heitir búið að tröllríða öllu og auðvitað eru lögin sem við sendum í keppnina eftir því. Samsuða frá Britney Spears og Christinu Aquilera. Rosalega frumlegt eða hitt þó heldur. Vissulega er sigurlagið í ár líka samsuða frá Britney og Christinu. Bara góð samsuða. Grípandi samsuða. Þó að ég hafi fengið áfall þegar ég heyrði það í fyrsta skipti þá get ég ekki neitað því að ég er með það á heilanum meira eða minna allan daginn. Og ég hef heyrt það í mesta lagi tvisvar. Ég veit ekki með restina af Íslendingum en ég er búin að fá mig fullsadda af samsæriskenningum kynna Eurovision með hvaða land gefur hverjum stig og hverjum ekki. Gísli Marteinn Baldursson missti sig gjörsamlega í þessum samsæriskenningum um síðustu helgi þegar austur-evrópsku löndin gáfu grönnum sínum fullt hús stiga á víxl. Allt í einu var Gísli Marteinn búinn að gleyma tólf stigunum sem Íslendingar gáfu Norðmönnum, tíu stigin sem Íslendingar gáfu Danmörku, tólf stigunum sem Danir fengu frá Norðmönnum, tíu stigunum sem Danmörk fékk frá Svíþjóð, tólf stigunum sem Danir gáfu Norðmönnum og tíu stigunum sem Svíþjóð gaf Norðmönnum. Munurinn er bara að austur-evrópsku löndin eru fleiri og stærri og gefa hvort öðru væntanlega stig því þau hafa smekk fyrir lagasmíðum hvors annars. Tyrkland gaf meira að segja Grikkjum, erkifjendum sínum, tólf stig. Hvernig útskýrir Gísli Marteinn það? Og fyrrum stríðshrjáðar þjóðir á Balkanskaganum lögðu ágreininga sína til hliðar og kusu hvora aðra í sátt og samlyndi. Ég sé ekkert nema gott og fallegt við það -- ég veit ekki með ykkur hin. Það er sorglegt hvernig Íslendingar taka tapi í Eurovision. Vissulega var Selma Björnsdóttir flott á sviðinu í ár og það var hvorki búningurinn né sviðsframkoma sem varð henni að falli heldur lagið. Þetta snýst auðvitað allt um lagið. Eurovision lagið. Sem íslenska þjóðin á auðvitað að fá að kjósa sjálf en ekki einhverjir Sjálfstæðismenn út í bæ. Svo virðist það alltaf gleymast að Eurovision tónlist er bara tónlist. Það er engin formúla. Ekkert Eurovision lag. Íslendingar eiga að vera stoltir af sinni hefð og setja metnað í framlag sitt líkt og frændur okkar í Austur-Evrópu. Við skulum leita aftur til síðustu aldar og blanda því gamla við hið nýja. Gamaldags rímur og kassagítar myndi örugglega svínvirka og færa okkur gullið. Ef við nennum hins vegar ekki að leggja höfuðið í bleyti og leggja metnað í keppnina sem virðist vera okkur öll svo kær einhverra hluta vegna þá gætum við kannski hafið útflutning á saltfiski til Svartfjallalands, selt Bosníumönnum ull eða sett skyr á markað í Makedónía. Þá myndum við mæta sterk til leiks með “frændur” okkar okkur við hlið í keppninni að ári.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun