Sport

Meðlimir Oasis góðir

Eitt af stærstu rokkböndum í heiminum í dag, breska bandið Oasis, var með tónleika í Coronet leikhúsinu í London á miðvikudagskvöldið, sama kvöld og Liverpool sigraði AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Í stað þess að vera með upphitunarband, eins og vaninn er, létu meðlimir Oasis setja risa skjá á sviðið og leyfðu áhorfendum að horfa á leikinn fyrir tónleikana. Oasis byrjaði svo ekki að spila fyrr en Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hafði lyft bikarnum. Í stað þess að byrja tónleika sína á hefðbundinn hátt byrjuðu þeir á því að hylla Liverpool og spila You´ll Never Walk Alone, einkennislag Liverpool, í flutningi Gerry and the Pacemakers. Svo þegar bandið tók sitt fyrsta lag tileinkuðu þeir það stuðningsmönnum AC Milan, lagið var Stop Crying Your Heart Out. Mikil stemning var inni í leikhúsinu yfir leiknum og minnkaði stemningin ekki við þetta uppátæki Noel og Liam Gallagher og félaga þeirra í Oasis. Þess má geta að þeir bræður eru miklir Manchester City stuðningsmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×