Íslenskukrafan ekki til að stjórna 29. maí 2005 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ósammála þeirri skoðun Guðrúnar Guðmundsdóttur mannfræðings, sem kom fram í Fréttablaðinu í gær, að krafan um íslenskukunnáttu sé leið til að hafa betri stjórn á fólki. Kannanir sýni að innflytjendum sé mikið kappsmál að fá tækifæri til að læra íslensku og telji það sjálfir bestu leiðina til að laga sig að íslensku þjóðfélagi. "Íslensk lög verða ekki talin ströng í þessu tilliti miðað við það sem víða gerist," segir Björn sem telur ekki sjálfgefið að fjármögnun íslenskunáms eigi að lenda á skattgreiðendum. Ingibjörg Hafstað, framkvæmdastjóri Fjölmenningar ehf., telur framsetningu Guðrúnar svolítið einfalda. Eina krafan sem sett sé fram í lögum sé sú að ljúka þurfi 150 íslenskutímum til að fá búsetuleyfi, engar kröfur séu settar fram um hversu mikið þurfi að kunna. Hins vegar hafi hún heyrt útlendinga halda því fram að þeir nái ekki framgöngu á vinnustað vegna ónægrar íslenskukunnáttu. Ingibjörg telur lögin um íslenskukunnáttu nokkuð einhliða, útlendingar eigi að ná sér í þessa íslenskutíma hvort sem þeir standi til boða eða ekki. Hún segir að vinnustaðir þurfi að bera meiri ábyrgð á því að gera fólki kleift að læra en yfirvöld þurfi þó að gefa tóninn og tryggja að öllum standi til boða íslenskunámskeið við hæfi. Ingibjörg er sammála Guðrúnu um að gerðar séu allt of miklar kröfur um málfræðilega kunnáttu, það snúi þó að almenningsáliti og komi lögum ekki við. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ósammála þeirri skoðun Guðrúnar Guðmundsdóttur mannfræðings, sem kom fram í Fréttablaðinu í gær, að krafan um íslenskukunnáttu sé leið til að hafa betri stjórn á fólki. Kannanir sýni að innflytjendum sé mikið kappsmál að fá tækifæri til að læra íslensku og telji það sjálfir bestu leiðina til að laga sig að íslensku þjóðfélagi. "Íslensk lög verða ekki talin ströng í þessu tilliti miðað við það sem víða gerist," segir Björn sem telur ekki sjálfgefið að fjármögnun íslenskunáms eigi að lenda á skattgreiðendum. Ingibjörg Hafstað, framkvæmdastjóri Fjölmenningar ehf., telur framsetningu Guðrúnar svolítið einfalda. Eina krafan sem sett sé fram í lögum sé sú að ljúka þurfi 150 íslenskutímum til að fá búsetuleyfi, engar kröfur séu settar fram um hversu mikið þurfi að kunna. Hins vegar hafi hún heyrt útlendinga halda því fram að þeir nái ekki framgöngu á vinnustað vegna ónægrar íslenskukunnáttu. Ingibjörg telur lögin um íslenskukunnáttu nokkuð einhliða, útlendingar eigi að ná sér í þessa íslenskutíma hvort sem þeir standi til boða eða ekki. Hún segir að vinnustaðir þurfi að bera meiri ábyrgð á því að gera fólki kleift að læra en yfirvöld þurfi þó að gefa tóninn og tryggja að öllum standi til boða íslenskunámskeið við hæfi. Ingibjörg er sammála Guðrúnu um að gerðar séu allt of miklar kröfur um málfræðilega kunnáttu, það snúi þó að almenningsáliti og komi lögum ekki við.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira