Það er sálin sem býr húsið til 30. maí 2005 00:01 "Ég á dálítið erfitt með að velja uppáhaldshúsið mitt en held ég verði að nefna hús Bókabúðar Máls og menningar á Laugaveginum," svarar Ásthildur spurð um sitt uppáhaldshús. "Það skemmtilegasta sem ég geri er að fara í þessa búð og skoða bækur, það er eins og ég komi inn í annan heim þegar ég geng inn í húsið og það er alveg frábært. Ég hef komið í margar aðrar bókabúðir en þessi kveikir virkilega í mér. Kannski hefur það eitthvað með húsið að gera," segir Ásthildur og viðurkennir að húsið sjálft sé í raun ekki mjög spennandi, það sé lífið í húsinu sem geri það svo spennandi. "Þetta hús er alls ekki fallegt að utan en það er einhver sál inni í húsinu. Kannski er það vegna þess að sama búðin hefur verið þarna svo lengi. Meðan aðrar búðir leggja upp laupana stendur þessi eins og klettur og þess vegna er þetta hús í mínum huga eins konar akkeri á Laugaveginum." Ásthildur segir að í raun og veru muni hún varla hvernig húsið sjálft líti út. "Þetta er náttúrlega bara kassi og í sjálfu sér ekkert spennandi við arkitektúrinn eða útlit hússins. Það er líka athyglisvert að þegar maður labbar niður Laugaveginn, sér maður eiginlega ekki húsin heldur horfir maður bara á búðirnar. Maður ætti einstaka sinnum að horfa upp og skoða húsin því þau eru virkilega skemmtileg. Auðvitað eru nokkur ljót hús inn á milli en heildarmyndin er góð og stemmningin einstök." Ásthildur frumsýndi á dögunum heimildamynd sína "Rósku" á stuttmynda- og heimildamyndahátíðinni "Reykjavík Shorts & Docs". Myndin fjallar um listakonuna Rósku, örlög hennar og listalíf og segist Ásthildur reyna að draga upp nýja mynd af listakonunni þar sem líf hennar á Ítalíu spilar stóra rullu."Róska var margbrotinn listamaður sem kannski hefur ekki fengið verðskuldaða athygli. Hún var líka pólitískur aðgerðasinni sem við Íslendingar getum lært mikið af," segir Ásthildur. Hús og heimili Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
"Ég á dálítið erfitt með að velja uppáhaldshúsið mitt en held ég verði að nefna hús Bókabúðar Máls og menningar á Laugaveginum," svarar Ásthildur spurð um sitt uppáhaldshús. "Það skemmtilegasta sem ég geri er að fara í þessa búð og skoða bækur, það er eins og ég komi inn í annan heim þegar ég geng inn í húsið og það er alveg frábært. Ég hef komið í margar aðrar bókabúðir en þessi kveikir virkilega í mér. Kannski hefur það eitthvað með húsið að gera," segir Ásthildur og viðurkennir að húsið sjálft sé í raun ekki mjög spennandi, það sé lífið í húsinu sem geri það svo spennandi. "Þetta hús er alls ekki fallegt að utan en það er einhver sál inni í húsinu. Kannski er það vegna þess að sama búðin hefur verið þarna svo lengi. Meðan aðrar búðir leggja upp laupana stendur þessi eins og klettur og þess vegna er þetta hús í mínum huga eins konar akkeri á Laugaveginum." Ásthildur segir að í raun og veru muni hún varla hvernig húsið sjálft líti út. "Þetta er náttúrlega bara kassi og í sjálfu sér ekkert spennandi við arkitektúrinn eða útlit hússins. Það er líka athyglisvert að þegar maður labbar niður Laugaveginn, sér maður eiginlega ekki húsin heldur horfir maður bara á búðirnar. Maður ætti einstaka sinnum að horfa upp og skoða húsin því þau eru virkilega skemmtileg. Auðvitað eru nokkur ljót hús inn á milli en heildarmyndin er góð og stemmningin einstök." Ásthildur frumsýndi á dögunum heimildamynd sína "Rósku" á stuttmynda- og heimildamyndahátíðinni "Reykjavík Shorts & Docs". Myndin fjallar um listakonuna Rósku, örlög hennar og listalíf og segist Ásthildur reyna að draga upp nýja mynd af listakonunni þar sem líf hennar á Ítalíu spilar stóra rullu."Róska var margbrotinn listamaður sem kannski hefur ekki fengið verðskuldaða athygli. Hún var líka pólitískur aðgerðasinni sem við Íslendingar getum lært mikið af," segir Ásthildur.
Hús og heimili Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira