Viðskipti innlent

Jón Helgi selur

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var það Jón Helgi Guðmundsson í BYKO sem seldi 240 milljónir hluta í Íslandsbanka til æðstu stjórnenda bankans í gær. Eru það um 1,8 prósent af heildarhlutafé bankans. Söluverðmæti hlutanna var 3,2 milljarðar króna og keypti Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, hlutafé fyrir 1,3 milljarða. Einar Sveinsson stjórnarformaður og sex framkvæmdastjórar keyptu minna hver. Fyrir átti eignarhaldsfélag Jóns Helga rúma 396 milljón hluti í bankanum eða um þrjú prósent. Er þessi sala talin ýta undir þá skoðun að Jón Helgi vilji styrkja frekar núverandi meirihluta í bankaráði, en átök hafa verið á milli meirihlutans og aðila sem tengjast Straumi fjárfestingabanka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×