Sport

KSÍ safnar fyrir húsi í Úkraínu

SOS-barnaþorpin og KSÍ hafa hrundið af stað samstarfi sem miðar að því að taka þátt í alþjóðlegu verkefni með FIFA, Alþjóðlega knattspyrnusambandinu. Markmiðið er að byggja 6 ný SOS-barnaþorp í heiminum fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2006. Hlutverk Íslendinga er að safna fyrir að minnsta kosti einu húsi í barnaþorpi í Brovary í Úkraníu. Fulltrúar SOS-barnaþorpanna á Íslandi verða með söfnunarbauka á vellinum á landsleikjunum 4. og 8. júní næstkomandi. Auk þess er bent á  söfnunarsíma 904 2006. Með því að hringja í það númer renna 1000 krónur sjálfkrafa til verkefnisins.   SOS-barnaþorpin hafa það að markmiði að byggja og reka barnaþorp í heiminum. Í slíkum þorpum eignast munaðarlaus börn langvarandi heimilisöryggi og svokallaða SOS-móður sem tekur þau upp á sína arma. Þúsundir Íslendinga hafa á liðnum árum styrkt börn í slíkum þorpum, með því að greiða mánaðarlegt gjald til að sjá barninu fyrir framfærslu og menntun. Samstarfið milli FIFA og SOS-barnaþorpanna má rekja aftur til ársins 1995 þegar þáverandi forseti FIFA, Joao Havelange, hvatti alla sem tengjast knattspyrnunni í heiminum, til sameiginlegrar ábyrgðar. Knattspyrnan er leikur sem sameinar börn heimsins og allir geta tekið þátt leiknum, óháð trúarbrögðum, litarhætti eða efnahag.  Við hér á Vísi hvetjum Íslendinga eindregið til að gefa leggja þessu verkefni lið með því að hringja í 904 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×