Átök í vændum um Íslandsbanka 1. júní 2005 00:01 Átök eru í vændum um yfirráð í Íslandsbanka og talið víst að Straumur búi sig undir lokaslaginn. Þetta er mat viðmælenda fréttastofunnar í ljósi hlutafjárkaupa æðstu yfirstjórnenda bankans í gær. Átök hafa verið innan Íslandsbanka um hríð og hefur armur tengdur Bjarna Ármannssyni forstjóra reynt að halda yfirráðum. Síðast í gær keyptu Bjarni og Einar Sveinsson stjórnarformaður, ásamt fimm framkvæmdastjórum bankans, hlut í bankanum fyrir 3,2 milljarða króna, en fyrir þá fjárhæð fékkst 1,8 prósent hlutafjárins í Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Greiningardeild KB banka benti í hálffimm fréttum sínum á að Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvar, væri einnig í hópi kaupendanna og þótti það athyglisvert í ljósi þess að Sjóvá er nú aðeins í um þriðjungs eigu Íslandsbanka. Frank Öve Reite hjá Íslandsbanka í Noregi er annar kaupandi hlutafjár en hann var lengi vel einn nánasti samstarfsmaður norska auðmannsins Kjell Inge Rökke. Viðmælendur fréttastofunnar voru á því að kaupin væru til marks um að senn drægi til tíðinda í Íslandsbanka og töldu kaupin ýmist hluta af varnaraðgerðum Bjarna og núverandi stjórnenda, sem er næsta víst að héldu ekki vinnunni yrðu breytingar á meirihlutanum, eða að Bjarni og félagar teldu sig nú þegar hafa tapað og hefðu keypt í vissu um að gengið hækkaði þegar átökin hæfust. Þá gætu þeir haft eitthvað upp úr krafsinu. Íslandsbanki veitir lán fyrir kaupunum og því eru þau nokkuð áhættusöm þar sem gengi getur bæði hækkað og lækkað. Einn viðmælendi fréttastofunnar nefndi þann möguleika að Straumur lýsti því yfir að hafa misst áhugann. Þá gæti gengið lækkað og stjórnendur Íslandsbanka staðið illa að vígi með hlutabréf sem keypt voru á gengi sem talið er óraunhæft. Viðmælendur fréttastofunnar voru sammála um að Straumur, fjárfestingafélag sem Björgólfsfeðgarnir eiga stóran hlut í, sé í þeirri stöðu að geta ekki snúið aftur og muni því innan skamms hefja lokaslaginn um yfirráðin yfir Íslandsbanka, með það að markmiði að sameina hann Landsbankanum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, er í fríi en sagði í samtali við fréttastofuna að hann og aðrir meðfjárfestar litu á Íslandsbanka sem áhugaverða langtímafjárfestingu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Átök eru í vændum um yfirráð í Íslandsbanka og talið víst að Straumur búi sig undir lokaslaginn. Þetta er mat viðmælenda fréttastofunnar í ljósi hlutafjárkaupa æðstu yfirstjórnenda bankans í gær. Átök hafa verið innan Íslandsbanka um hríð og hefur armur tengdur Bjarna Ármannssyni forstjóra reynt að halda yfirráðum. Síðast í gær keyptu Bjarni og Einar Sveinsson stjórnarformaður, ásamt fimm framkvæmdastjórum bankans, hlut í bankanum fyrir 3,2 milljarða króna, en fyrir þá fjárhæð fékkst 1,8 prósent hlutafjárins í Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Greiningardeild KB banka benti í hálffimm fréttum sínum á að Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvar, væri einnig í hópi kaupendanna og þótti það athyglisvert í ljósi þess að Sjóvá er nú aðeins í um þriðjungs eigu Íslandsbanka. Frank Öve Reite hjá Íslandsbanka í Noregi er annar kaupandi hlutafjár en hann var lengi vel einn nánasti samstarfsmaður norska auðmannsins Kjell Inge Rökke. Viðmælendur fréttastofunnar voru á því að kaupin væru til marks um að senn drægi til tíðinda í Íslandsbanka og töldu kaupin ýmist hluta af varnaraðgerðum Bjarna og núverandi stjórnenda, sem er næsta víst að héldu ekki vinnunni yrðu breytingar á meirihlutanum, eða að Bjarni og félagar teldu sig nú þegar hafa tapað og hefðu keypt í vissu um að gengið hækkaði þegar átökin hæfust. Þá gætu þeir haft eitthvað upp úr krafsinu. Íslandsbanki veitir lán fyrir kaupunum og því eru þau nokkuð áhættusöm þar sem gengi getur bæði hækkað og lækkað. Einn viðmælendi fréttastofunnar nefndi þann möguleika að Straumur lýsti því yfir að hafa misst áhugann. Þá gæti gengið lækkað og stjórnendur Íslandsbanka staðið illa að vígi með hlutabréf sem keypt voru á gengi sem talið er óraunhæft. Viðmælendur fréttastofunnar voru sammála um að Straumur, fjárfestingafélag sem Björgólfsfeðgarnir eiga stóran hlut í, sé í þeirri stöðu að geta ekki snúið aftur og muni því innan skamms hefja lokaslaginn um yfirráðin yfir Íslandsbanka, með það að markmiði að sameina hann Landsbankanum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, er í fríi en sagði í samtali við fréttastofuna að hann og aðrir meðfjárfestar litu á Íslandsbanka sem áhugaverða langtímafjárfestingu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira