Sport

Yfirlýsing frá Arsenal !

Arsenal sendi frá sér yfirlýsingu upp úr kl. 20 í kvöld þar sem félagið opinberar afstöðu sína til dómsins yfir Ashley Cole varnarmanns enska knattspyrnuliðsins. Þar segir að hjá félaginu séu menn ánægðir með niðurstöðuna og taka fram að Arsenal vilji fyrir alla muni halda í leikmanninn. "Við vonumst til að Ashley virði það að eiga 2 ár eftir af samningi sínum og viljum gera við hann áframhaldandi samning." sagði David Dein stjórnarformaður Arsenal í yfirlýsingunni sem birt var á heimasíðu félagsins í kvöld. "Sem félag var það ekki löngun okkar að sjá Ashley verða refsað en reglur eru til að virða þær og við vonumst til að þetta mál verði til þess að önnur félög nálgist ekki leikmenn annarra liða á ólöglegan hátt." segir einnig í tilkynnungu Arsenal. Eins og áður kom fram hér á Vísi í kvöld ætlar Cole að áfrýja dómnum en ekki endilega til að komast frá félaginu. Lögræðingur hans vill reyna á kerfið. Chelsea, Mourinho og Cole fá sekt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×