Viðskipti innlent

Valdahlutföll að breytast?

Steinunn Jónsdóttir, stjórnarmaður í Íslandsbanka, hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu ákveðið að selja ríflega fjögurra prósenta hlut í bankanum. Líklegt er að það verði til hóps fjárfesta sem telst vinveittur Straumi og er samkomulag um þetta í burðarliðnum. Með því virðist sem valdahlutföll í bankanum muni breytast verulega, Straumsfylkingunni í vil, en undanfarið hefur staðið yfir allt að því blóðug barátta á milli hennar og fylkingar stjórnarformanns og forstjóra. Hlutur Steinunnar er tæplega átta milljarða króna virði. Þetta gæti leitt til yfirtöku Landsbankans á Íslandsbanka en fyrirtæki í eigu Björgólfsfeðga eiga stóran hlut í Straumi. Hin fylkingin freistar þess einnig að kaupa hlut Steinunnar og var laust fyrir fréttir ekki útséð um niðurstöðu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×