Sport

Ísland-Ungverjaland í beinni

Landsleik Íslands og Ungverjalands verður lýst beint á úrslitaþjónustu Vísis í dag. Leikurinn hefst kl. 18.05 og geta lesendur Vísis smellt HÉR eða á stöðuhnappinn hægra meginn við fréttadálk íþróttasíðunnar. Dómarakvartettinn kemur frá Portúgal og heitir dómarinn Lucilio Cardoso Cortez Batista. Hann er fertugur og dæmdi meðal annars í lokakeppni EM 2004. Ísland á 5 leiki eftir í riðlinum og því 15 stig í pottinum. Ísland er í fimmta og næst neðsta sæti með 1 stig eins og Malta sem er með lakari markatölu. Ungverjar eru í 4. sæti með 7 stig, Búlgarar eru í 3. sæti með 8 stig, Svíar í 2. sæti með 12 stig og Króatar í efsta með 13 stig. Tveir aðrir leikir eru í riðlinum í dag. Svíar taka á móti Möltu í Gautaborg kl. 15.15 og Búlgarar mæta toppliði Króata í Sófíu kl. 16.00. Eggert Magnússon formaður KSÍ hefur lýst því yfir að krafa sambandsins séu 6 stig úr leikjnum tveimur í vikunni, gegn Ungverjum í dag og Möltu á miðvikudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×