Sport

Samt stoltur af strákunum

Eggert Magnússon var ekki síður svekktur en aðrir með tapið gegn Ungverjum í gær. „Þetta var mjög óverðskuldað tap í dag, liðið var að spila vel og því var mjög svekkjandi að tapa þessu. Eins og strákarnir lýsa þessu atviki þegar fyrra vítið er dæmt, er mér sagt að það hafi verið metri í höndina á honum og hann hefði því líklega þurft að saga hana af sér til að forðast spjaldið," sagði Eggert.  "Svo fer auðvitað jafnvægið dálítið úr liðinu þegar við missum mann út af, eftir að hafa verið miklu betri aðilinn á vellinum. Ég var að tala við Matthaus áðan og hann sagðist aldrei hafa verið eins heppinn í knattspyrnuleik eins og hér í dag og sagði sína menn hafa verið að leika skelfilega. Ég er engu að síður mjög stoltur af strákunum og fannst þeir spila mjög vel. Ég get ekki ætlast til meira af þeim, en auðvitað verður að vera einhver smá heppni með okkur í þessu líka, en í dag var það bara óheppnin sem elti okkur og ef ég á að vera alveg heiðarlegur man ég nú ekki eftir annarri eins óheppni í landsleik og hér í dag," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×