Viðskipti innlent

Shoe Studio Group í Kauphöllina

Don McCarthy, forstjóri Shoe Studio Group, hefur áhuga á því að skrá félagið í Kauphöll Íslands næsta haust en þetta kom fram hjá Sunday Express. Shoe Studio rekur meðal annars tískuverslunarkeðjurnar Principles and Warehouse auk þess að reka skóverslanir. Um 70 prósent hlutafjár eru í eigu stjórnenda Shoe Studio en Baugur Group, KB banki, Kevin Stanford, Magnús Ármann og Sigurður Bollason eiga minni hluti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins velta þessar hugmyndir nokkuð á því hvaða viðtökur Mosaic Fashions, sem hefur sölu á nýju hlutafé til almennings í dag, fær en Baugur Group og KB banki eru meðal eigenda Mosaic. Menn telja að eftirspurn sé eftir félögum af þessari stærðargráðu á Íslandi og því sé mun ákjósanlegra að skrásetja félag á borð við Shoe Studio hérlendis fremur en í Bretlandi þar sem það gæti "týnst" meðal fjölmargra smásölufyrirtækja.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×