Viðskipti innlent

Sterling breyti ferðamynstri Dana

Flugfélagið Sterling, sem er að meirihluta í eigu Íslendinga, á eftir að gjörbreyta ferðamynstri Dana, að mati stærstu ferðamiðlunar Danmerkur. Sölustjóri Star Tour spáir því að Danir muni í þúsundavís ferðast til Bandaríkjanna í stað þess að halda austur á bóginn næsta vor þegar Sterling býður upp á lággjaldaflug til Bandaríkjanna. Búist er við að flugið aðra leiðina muni kosta 10 til 15 þúsund íslenskar krónur með sköttum en það er um helmingi lægra verð en SAS býður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×