Sport

Markalaust jafntefli við Möltu

Ísland og Malta gerðu markalaust jafntefli í undankeppni Evrópumóts landsliða U21 árs en leikurinn fór fram á KR-velli. Ísland lék undan sterkum vindi í fyrri hálfleik en tókst ekki að brjóta niður þrjóska vörn gestanna sem áttu ekkert færi í fyrri hálfleiknum. Íslenska liðið var mun sterkarar og var óheppið að ná ekki að innbyrða sigur en Möltumen vörðust allan leikinn og beittu skyndisóknum. Ísland er í 4. sæti riðilsins með 7 stig eftir 7 leiki og markatöluna 7:7. Maltverjar eru á botninum með 3 stig sem þeir fengu einmitt fyrir að sigra Ísland í fyrri leik liðanna ytra. Byrjunarlið Íslands í kvöld: Markvörður - Bjarni Þórður Halldórsson Hægri bakvörður - Steinþór Gíslason Vinstri bakvörður - Gunnar Þór Gunnarsson Miðverðir - Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen Hægri útherji - Viktor Bjarki Arnarsson Vinstri útherji - Emil Hallfreðsson Tengiliðir - Ólafur Ingi Skúlason (fyrirliði) og Davíð Þór Viðarsson Framherjar - Hörður Sveinsson og Hannes Þorsteinn Sigurðsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×