Viðskipti erlent

Dollarinn styrkst um 10%

Bandaríkjadollar hefur styrkst um 10% gagnvart evru á árinu en styrkingin er meðal annars rakin til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum hefur verið töluvert meiri en vöxturinn á evrusvæðinu. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans. Bandaríski Seðlabankinn hefur því hækkað stýrivexti til þess að slá á aukna þenslu á meðan evrópski Seðlabankinn hefur haldið stýrivöxtum sínum óbreyttum frá því um mitt ár 2003. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru nú 3% en til samanburðar eru þeir 9,5% hérlendis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×