Erlent

Tölvuþrjótur laus gegn tryggingu

Gary McKinnon, 39 ára gamall Breti sem sakaður er um að hafa brotist inn í 53 tölvur Bandaríkjahers, varnarmálaráðuneytis og Varnarmálaskrifstofu Bandaríkjanna (Pentagon), auk Bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar (NASA) á árunum 2001 og 2002, var í gær látinn laus gegn tryggingu eftir að hafa verið dreginn fyrir dómara. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á framsal mannsins og var hann handtekinn í gærmorgun. Talið er að kostað hafi um milljón dollara, eða milli 60 og 70 milljónir íslenskra króna, að finna og lagfæra skemmdir sem maðurinn er sagður hafa verið valdur af í tölvukerfunum sem hann braust inn í. McKinnon er atvinnulaus kerfisstjóri og er þekktur undir nafninu "Solo" á internetinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×