Skerjafjarðarbraut þótti óhagkvæm 8. júní 2005 00:01 Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu höfnuðu tengingu miðborgar Reykjavíkur og Álftaness með Skerjafjarðarbraut fyrir þremur árum þar sem hún var talin óhagkvæm. Menn hafa áður litið til Álftaness við lausn á skipulagsmálum Reykjavíkur. Ekki eru nema tveir kílómetrar úr Vatnsmýrinni yfir á Bessastaðanes sem er enn óbyggt og hefur verið nefnt sem mögulegt flugvallarstæði. Reyndar var lengi vel bannað að byggja á Álftanesi, þar sem byggðin er nú, þar sem svæðið var frátekið undir millilandaflugvöll allt til ársins 1973. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, bæjarstjóra Álftaness, segir sagan að eftir það hafi byggðin þróast þannig að þáverandi íbúar nessins hafi einfaldlega byggt ofan í gömlu flugvallarstæðin svo hugmyndin kæmi ekki upp. Hann furðar sig því á því að Reykvíkingar nálgist nú Álftanes á þennan hátt. Í borgarstjórn Reykjavíkur í gær kynnti Stefán Jón Hafstein tillögu um vegtengingu yfir Skerjafjörð en hann vill að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman í einni skipulagsheild. Hugmynd um Skerjafjarðarbrú kom reyndar einnig fram í skipulagssamkeppni fyrir þrettán árum en höfundar hennar lögðu jafnframt til að Stjórnarráð Íslands yrði byggt upp á Bessastaðanesi. Bæjarstjóri Álftaness bendir hins vegar á að við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðis fyrir þremur árum hafi Skerjafjarðarbraut verið hafnað. Þá hafi niðurstaðan verið sú að brautin yrði ekki hagkvæm fyrr en hún væri komin upp undir Kársnes í Kópavogi og suður undir Engidal í Hafnarfirði. Hugmyndir hafa verið nefndar um sameiningu Álftaness við Reykjavík en bæjarstjórinn segir það skýran vilja íbúanna að vera áfram í sjálfstæðu sveitarfélagi. Þeir kæri sig heldur ekki um stórfellda byggð. Núverandi stefna er að byggðin skuli vera dreifð og fólki líða vel í sveitamenningu að sögn Gunnars bæjarstjóra. Hann segist þó ekki vita hvort sú stefna sé til eilífðar. Hann telur raunar meinbugi á mikilli aukningu byggðar, einkum með hliðsjón af því að nesið sé láglent, hæsti punktur aðeins um 7-8 metra yfir sjó, og spáð er hækkun sjávar á næstu hundrað árum Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu höfnuðu tengingu miðborgar Reykjavíkur og Álftaness með Skerjafjarðarbraut fyrir þremur árum þar sem hún var talin óhagkvæm. Menn hafa áður litið til Álftaness við lausn á skipulagsmálum Reykjavíkur. Ekki eru nema tveir kílómetrar úr Vatnsmýrinni yfir á Bessastaðanes sem er enn óbyggt og hefur verið nefnt sem mögulegt flugvallarstæði. Reyndar var lengi vel bannað að byggja á Álftanesi, þar sem byggðin er nú, þar sem svæðið var frátekið undir millilandaflugvöll allt til ársins 1973. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, bæjarstjóra Álftaness, segir sagan að eftir það hafi byggðin þróast þannig að þáverandi íbúar nessins hafi einfaldlega byggt ofan í gömlu flugvallarstæðin svo hugmyndin kæmi ekki upp. Hann furðar sig því á því að Reykvíkingar nálgist nú Álftanes á þennan hátt. Í borgarstjórn Reykjavíkur í gær kynnti Stefán Jón Hafstein tillögu um vegtengingu yfir Skerjafjörð en hann vill að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman í einni skipulagsheild. Hugmynd um Skerjafjarðarbrú kom reyndar einnig fram í skipulagssamkeppni fyrir þrettán árum en höfundar hennar lögðu jafnframt til að Stjórnarráð Íslands yrði byggt upp á Bessastaðanesi. Bæjarstjóri Álftaness bendir hins vegar á að við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðis fyrir þremur árum hafi Skerjafjarðarbraut verið hafnað. Þá hafi niðurstaðan verið sú að brautin yrði ekki hagkvæm fyrr en hún væri komin upp undir Kársnes í Kópavogi og suður undir Engidal í Hafnarfirði. Hugmyndir hafa verið nefndar um sameiningu Álftaness við Reykjavík en bæjarstjórinn segir það skýran vilja íbúanna að vera áfram í sjálfstæðu sveitarfélagi. Þeir kæri sig heldur ekki um stórfellda byggð. Núverandi stefna er að byggðin skuli vera dreifð og fólki líða vel í sveitamenningu að sögn Gunnars bæjarstjóra. Hann segist þó ekki vita hvort sú stefna sé til eilífðar. Hann telur raunar meinbugi á mikilli aukningu byggðar, einkum með hliðsjón af því að nesið sé láglent, hæsti punktur aðeins um 7-8 metra yfir sjó, og spáð er hækkun sjávar á næstu hundrað árum
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira