Viðskipti innlent

Greiðslukortavelta jókst um 19%

Innlend greiðslukortavelta jókst um 19% á tímabilinu janúar til apríl miðað við sama tíma í fyrra. Í Vegvísi Landsbankans segir að þetta sé óvenjumikil aukning. Á tímabilinu nam velta kredit- og debetkorta rúmum 114 milljörðum króna. Bílakaup hafa að sama skapi aukist mikið en á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru rúmlega 7.600 bílar nýskráðir, 65% fleiri en í fyrra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×