Viðskipti innlent

Vísitala neysluverðs hækkar

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,71 prósent frá fyrra mánuði og er 242,4 stig í júní samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 228,2 stig en hækkaði um 0,35 prósent frá því í maí. Eigið húsnæði í vísitölunni hækkaði um 2,4 prósent, þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs á húsnæði 0,4 prósent en á móti vógu áhrif af lækkun meðalvaxta um 0,11 prósent. Verð á dagvöru hækkaði um 1,5 prósent þar sem áhrif af miklum verðlækkunum síðustu mánaða gengu að nokkru til baka. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,8 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×