Sport

Nýr markvörður kominn til Man Utd

Hollenski landsliðsmarkvörðurinn Edwyn van der Sar skrifaði í kvöld undir 2 ára samning við Manchester United. Van der Sar kemur frá Fulham sem keypti hann frá Juventus á 5 mlljónir punda fyrir 5 árum. Van der Sar gekkst undir læknisskoðun á Old Trafford síðdegis og gekk í kjölfarið frá samningnum en kaupverð hans er ekki gefið upp. Nýji markvörðurinn verður með í för þegar Man Utd fer í æfingaferð sína til Asíu í sumar. Van der Sar sem er orðinn 34 ára verður aðalmarkvörður Man Utd og er sjöundi markvörðurinn sem  Sir Alex Ferguson reynir milli stanganna síðan Peter Schmeichel hætti árið 1999 en enginn hefur jafnast á við Danann enn. Mark Bosnich, Massimo Taibi, Raimond van der Gouw, Fabien Barthez, Carroll og Ricardo hafa allir reynt en eru horfnir á braut. Fulham gekk svo í kvöld frá kaupum á tékkneska markverðinum Jaroslav Drobny frá Panionios fyrir ótilgreinda upphæð. Tékkinn samdi til ársins 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×