Sport

Fertugur sóknarmaður í úrvalsdeild

Það verður fertugur sóknarmaður í eldlínunni í ensku úrvaldseildinni í knattspyrnu á næsta tímabili en gamli refurinn, Teddy Sheringham hefur framlengt samning sinn við nýliða West Ham um eitt ár. Teddy gekk til liðs við West Ham fyrir einu ári eftir að úrvalsdeildarlið Portsmouth leysti hann undan samningi. Hann skoraði 20 mörk fyrir West Ham í ensku 1. deildinni í vetur og var lykilmaður í að liðið endurheimti úrvalsdeildarsæti. Teddy var á dögunum í viðræðum við ástralskt félag en það náði greinilega ekki lengra. Elsti leikmaðurinn sem hefur leikið í úrvalsdeildinni var markvörðurinn John Burridge sem var 43 ára og 5 mánaða þegar hann varði mark Manchester City gegn QPR í maí 1995. Sheringham verður fertugur í apríl n.k.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×