Sport

Wigan hækkar tilboðið í Heiðar

Enski netmiðillinn Teamtalk greindi frá því rétt í þessu að nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu muni á næstu klukkutímum leggja fram 1.5 milljón punda tilboð í Heiðar Helguson hjá Watford. Watford hefur áður hafnað tilboði í Heiðar frá Wigan upp á 1 milljón punda og settu í kjölfarið 2 mlljóna punda verðmiða á hann. Netmiðillinn segir að Wigan muni bjóða eina og hálfa milljón punda í upphafsgreiðslu og bæta meiru við á afborgunarskilmálum. Búist er við að Heiðar muni á morgun funda með knattspyrnustjóra sínum hjá Watford, Adrian Boothroyd  og í kjölfarið verða formlega settur á sölulista þar sem hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning. Heiðar hefur legið yfir enn einu samningstilboðinu frá Watford upp á þrjú ár til viðbótar en nú bendir flest til þess að Wigan verði áfangastaður Dalvíkingsins. Ipswich er enn sagt hafa mikinn áhuga á Heiðari sem þó er talinn frekar velja að leika í úrvalsdeildinni og það hefur Wigan umfram. Sunderland sem einnig tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni hefur haft mikinn áhuga á Heiðari virðist þó úr sögunni í eltingaleiknum um íslenska landsliðsmanninn þar sem félagið hefur nú fengið til sín sóknarmanninn Jon Stead frá. Blackburn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×