Sport

Ég er vanur því að vinna titla

Brøndby tryggði sér um helgina danska meistaratitilinn í knattspyrnu þegar liðið valtaði yfir Herfølge, 7-0. Brøndby hefur 11 stiga forskot á meistara síðasta árs, FC København og á þó eftir að leika tvo leiki. Brøndby vann einnig danska bikarinn og sigurinn því tvödaldur í ár hjá Michael Laudrup þjálfara og lærisveinum hans. "Ég veit ekki hvort ég er ánægðari með þennan titil en þá sem ég vann með Real Madrid, Barcelona, Juventus, eða Ajax en þennan vann ég í fyrsta sinn sem þjálfari." sagði Laudrup sem hefur nú þjálfað Brøndby í 2 ár. "Þegar maður þjálfar hjá stóru félagi er alltaf búist við titli af manni. En ég er vanur að vinna titla, síðan ég var 18 ára." bætti gamla kempan við að lokum hress í bragði í viðtali við Extra Bladet.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×