Viðskipti innlent

Mesta aukning einkaneyslu í 5 ár

Einkaneysla jókst um tæp 9,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og þarf að leita fimm ár aftur í tímann til að finna sambærilega aukningu. Mest jukust kaup á innfluttum vörum og þjónustu. Þá jukust fjárfestingar um 24 prósent samanborið við árið á undan. Samneyslan jókst um 3,9 prósent og er það svipað og undanfarin ár. Þjóðarútgjöld jukust um rúm ellefu prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Landsframleiðsla jókst á sama tíma um einungis þrjú prósent. Innflutningur jókst um 17,7 prósent en útflutningur dróst saman um þrjú prósent, þar af vegur þyngst minni útflutningur á sjávarafurðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×