Sport

Öll liðin í okkar riðli með leik

Ungverjar tryggðu sér í gær vináttulandsleik við Argentínumenn sem fram fer 17. ágúst næstkomandi í Búdapest. Þar með er það ljóst að allar þjóðirnar í okkar riðli í undankeppni HM, nema Ísland, eru komin með vináttulandsleik 17. ágúst en FIFA hugsar þennan dag sem tækifæri fyrir vináttulandsleiki auk þess að fjölmennustu riðlarnir nýta hann einnig til að spila leiki í undankeppninni. Íslenska landsliðið hefur ekki enn tryggt sér leik þennan dag og því stefnir í það að liðið fá engan undirbúningsleik fyrir næstu leiki í undankeppninni sem eru gegn Króatíu á Laugardalsvellinum 3. september og Búlgaríu fjórum dögum síðar í Sofíu. Þrjú af bestu liðum heims, samkvæmt styrkleiklista FIFA, mæta liðum úr 8-riðlinum. Brasilíumenn (1. sæti) heimsækja Króata, Svíar fá Tékka (2. sæti) í heimsókn og Ungverjar taka eins og áður sagði á móti Argentínu (3. sæti). Þá taka Búlgarir á móti Tyrkjum (14. sæti) og Maltverjar fá Norður-Íra í heimsókn en allar þjóðirnar spila þessa leiki á heimavelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×