Allir vara við þenslunni hér 14. júní 2005 00:01 Viðvörunarbjöllur efnahagslífsins glymja um þessar mundir úr mörgum áttum, bæði innanlands og frá erlendum stofnunum sem við eigum aðild að. Nú síðast var það sendinefnd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem sendi frá sér álit um efnahagamálin hér á landi, eftir að hafa dvalist hér og kynnt sér málin af eigin raun. Athygli erlendra stofnana beinist gjarnan að ríkisfjármálunum og þar þurfi menn að hafa varann á. Það er líka sá þáttur sem ætti að vera auðveldast að stjórna, því erfitt er fyrir yfirvöld að hafa hemil á einkaneyslunni, þar sem einstaklingarnir koma beint við sögu. Einkaneyslan birtist um þessar mundir einna gleggst í miklum innflutningi á bílum, ekki síst frá Norður-Ameríku. Stórir amerískir drekar eru orðnir býsna fyrirferðarmiklir á þjóðvegum landsins og þeim á enn eftir að fjölda, ef fram heldur sem horfir varðandi lágt gengi Bandaríkjadollars. Þá hefur innflutningur á ýmsum öðrum varanlegum neysluvörum svokölluðum aukist mjög á undanförnum mánuðum . Sendinefnd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hrósar íslenskum stjórnvöldum í upphafi álits síns fyrir að fylgja af festu stefnu sem lagt hefur grunninn að kröftugum hagvexti og á þar við uppbyggingu stóriðju sem nýtir hreina orku. Þessi upbygging hefur hins vegar í för með sér miklar sveiflur í hagkerfinu, og það er þar sem stjórnvöld þurfa að koma inn í. Sendinefndin telur að meira aðhald þurfi varðandi fjárlög ríkisins, og nú þegar undirbúningur fjárlaga næsta árs stendur yfir þurfa stjórnvöld að taka fullt tillit til þessara athugasemda. Það hlýtur að koma sterklega til greina að fresta fyrirhuguðum skattalækkunum, þótt það verði kannski ekki vinsælt hjá mörgum einstaklingum sem lengi hafa beðið eftir því að skattar yrðu lækkaðir. Tekjuskattsprósenta lækkaði um eitt prósentustig um síðustu áramót, en á móti kom að útsvarið hækkaði í mörgum sveitarfélögum. Tekjuskattsprósentan á svo að lækka jafnmikið um næstu áramót og síðan um tvö prósentustig ári 2007 - á kosningaári. Þá á eignarskattur að falla að fullu niður um næstu áramót. Þetta eru þær skattalækkanir sem hugsanlega væri hægt að fresta í hinni miklu uppsveiflu sem nú er. Þá er það útgjaldahliðin, sem oft hefur verið auðveldara fyrir ríkið að snúa sér að við svipaðar aðstæður. Niðurskurðarhnífnum hefur þá gjarnan verið beitt á fyrirhugaðar vegaframkvæmdir, þótt nauðsynlegar séu. Það er að sjálfsögðu hægt fyrir ríkið að draga úr ýmsum framkvæmdum öðrum, en þá koma kjördæmahagsmunir oft við sögu og þingmenn eru minntir á það af ýmsum þrýstihópum að það eru kosningar á fjögurra ára fresti. Stór hluti þenslunnar nú verður hins vegar ekki rakinn beint til ríkisins heldur einstaklinga og fyrirtækja. Mikilli hagsæld fylgir gjarnan mikil þensla og svo er einmitt um þessar mundir. Húsbyggingar á höfuðborgarsvæðinu slá nú öll met eins og oft hefur verið minnst á á undanförnum misserum, og eiga húsnæðislán bankana þar ekki síst hlut að máli. Lán þeirra til íbúðakaupa nema nú á þriðja hundrað milljörðum króna. Þess sér líka stað í efnahagslífinu, og ríkisvaldið fær þar við lítið ráðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Viðvörunarbjöllur efnahagslífsins glymja um þessar mundir úr mörgum áttum, bæði innanlands og frá erlendum stofnunum sem við eigum aðild að. Nú síðast var það sendinefnd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem sendi frá sér álit um efnahagamálin hér á landi, eftir að hafa dvalist hér og kynnt sér málin af eigin raun. Athygli erlendra stofnana beinist gjarnan að ríkisfjármálunum og þar þurfi menn að hafa varann á. Það er líka sá þáttur sem ætti að vera auðveldast að stjórna, því erfitt er fyrir yfirvöld að hafa hemil á einkaneyslunni, þar sem einstaklingarnir koma beint við sögu. Einkaneyslan birtist um þessar mundir einna gleggst í miklum innflutningi á bílum, ekki síst frá Norður-Ameríku. Stórir amerískir drekar eru orðnir býsna fyrirferðarmiklir á þjóðvegum landsins og þeim á enn eftir að fjölda, ef fram heldur sem horfir varðandi lágt gengi Bandaríkjadollars. Þá hefur innflutningur á ýmsum öðrum varanlegum neysluvörum svokölluðum aukist mjög á undanförnum mánuðum . Sendinefnd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hrósar íslenskum stjórnvöldum í upphafi álits síns fyrir að fylgja af festu stefnu sem lagt hefur grunninn að kröftugum hagvexti og á þar við uppbyggingu stóriðju sem nýtir hreina orku. Þessi upbygging hefur hins vegar í för með sér miklar sveiflur í hagkerfinu, og það er þar sem stjórnvöld þurfa að koma inn í. Sendinefndin telur að meira aðhald þurfi varðandi fjárlög ríkisins, og nú þegar undirbúningur fjárlaga næsta árs stendur yfir þurfa stjórnvöld að taka fullt tillit til þessara athugasemda. Það hlýtur að koma sterklega til greina að fresta fyrirhuguðum skattalækkunum, þótt það verði kannski ekki vinsælt hjá mörgum einstaklingum sem lengi hafa beðið eftir því að skattar yrðu lækkaðir. Tekjuskattsprósenta lækkaði um eitt prósentustig um síðustu áramót, en á móti kom að útsvarið hækkaði í mörgum sveitarfélögum. Tekjuskattsprósentan á svo að lækka jafnmikið um næstu áramót og síðan um tvö prósentustig ári 2007 - á kosningaári. Þá á eignarskattur að falla að fullu niður um næstu áramót. Þetta eru þær skattalækkanir sem hugsanlega væri hægt að fresta í hinni miklu uppsveiflu sem nú er. Þá er það útgjaldahliðin, sem oft hefur verið auðveldara fyrir ríkið að snúa sér að við svipaðar aðstæður. Niðurskurðarhnífnum hefur þá gjarnan verið beitt á fyrirhugaðar vegaframkvæmdir, þótt nauðsynlegar séu. Það er að sjálfsögðu hægt fyrir ríkið að draga úr ýmsum framkvæmdum öðrum, en þá koma kjördæmahagsmunir oft við sögu og þingmenn eru minntir á það af ýmsum þrýstihópum að það eru kosningar á fjögurra ára fresti. Stór hluti þenslunnar nú verður hins vegar ekki rakinn beint til ríkisins heldur einstaklinga og fyrirtækja. Mikilli hagsæld fylgir gjarnan mikil þensla og svo er einmitt um þessar mundir. Húsbyggingar á höfuðborgarsvæðinu slá nú öll met eins og oft hefur verið minnst á á undanförnum misserum, og eiga húsnæðislán bankana þar ekki síst hlut að máli. Lán þeirra til íbúðakaupa nema nú á þriðja hundrað milljörðum króna. Þess sér líka stað í efnahagslífinu, og ríkisvaldið fær þar við lítið ráðið.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun