Viðskipti innlent

Kaupi hlut í Marks og Spencer

Hópur íslenskra fjárfesta er við það að tryggja sér ríflega þriggja prósenta hlut í verslanakeðjunni Marks og Spencer fyrir rúma tuttugu milljarða króna. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í morgun. Þar segir að kaupin verði væntanlega tilkynnt á allra næstu dögum en þreifingar hafi staðið yfir í um það bil tíu daga. Ekki er vitað hverjir kaupendurnir eru, en Baugur, Kaupþing og Landsbankinn eru öll nefnd á nafn í grein Guardian. Þar segir að forsvarsmenn Baugs neiti að tjá sig um hugsanlegan áhuga á Marks og Spencer en ekki hafi náðst í talsmenn Kaupþings og Landsbankans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×