Sport

Nýtt tilboð frá Sheffield

Forráðamenn Sheffield United, sem leikur í ensku 1. deildinni, hafa ekki gefið upp vonina um að krækja í Heiðar Helguson sem er eftirsóttur þessa daganna. Boði þeirra var hafnað fyrr í mánuðinum en þeir hafa nú komið með nýtt boð sem Watford hefur ekki enn svarað.  Heiðar hefur undanfarið verið orðaður við fjöldamörg lið eftir að hann hafnaði nýjum 3ja ára samningi við Watford í vor. Hefur hann verið orðaður við West Ham, Ipswich, Sunderland og einnig Wigan en stjóri liðsins, Paul Jewell, mun vera að undirbúa 1,5 milljóna punda boð. Þegar Fréttablaðið náði tali af Heiðari fyrr í vikunni var hann enn í fríi hér á Íslandi og sagðist ekkert nýtt hafa frétt af sínum málum.  Terry Robinson, aðstoðarforseti Sheffield United, segir að boð félagsins sé enn gott og gilt þó að svar hafi ekki boðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×